Miðvikudagurinn 24.jan!
Sæler.
Frekar skrýtið hvað fáir létu sjá sig á mánudaginn í góðviðrinu - loksins smá
hiti! Skil alveg þegar menn þurfa að fá frí - bara reyna að koma skilaboðum
á okkur - ef þið náið ekki að smessa!
Tókum sameiginlega æfingu með 4.fl kvk á seinni æfingunni á mán. Það var bara
bara nett nema hvað afmælisbarn dagsins náði sér ekki á strik af einhverjum sökum!
Vonum að veðrið haldist eins - en (ATH) við æfum allir saman á fyrri æfingunni í dag, og náum
svo landsleiknum í handboltanum (ísland - túnis - um kl.1730 - örugglega sýndur niður í Þrótti).
- Æfing hjá öllum kl.15.15 - 16.30 á gervigrasinu.
Verið rosalega duglegir að láta þetta berast. Allt í góðu ef menn koma aðeins of seint.
Fínt væri ef menn skiluðu peningunum úr happadrættissölunni (eða á foreldrafundinum).
Síðasta lagi að koma honum á mig á fimmtudaginn.
Eldra árið keppir svo við Stjörnuna á morgun, fimmtudaginn.
Yngra árið keppir við Ægi um helgina í Þorlákshöfn (12 strákar eru bókað búnir að skrá sig í ferðina - kannski einhverjir búnir að láta mig vita sem ég hef svo gleymt). Þetta þarf að vera klárt í dag.
Yngra árið keppir svo við Fylki næsta mánudag.
Og svo á eftir að finna tíma fyrir tvo leiki við Fram.
Allt að gerast.
Foreldrafundur í kvöld - kl.20.00 í stóra salnum.
Senda mömmu og pabba svo á þorrablót Þróttar á laugardaginn.
En við sjáumst í dag,
Ingvi - Egill og Kiddi
6 Comments:
er foreldrafungurinn á miðvikudaginn
jamm - miðvikudagskvöld kl.20.00. lofa hressum foreldrafundi, tek nokkra brandara og allt! læt egil og kidda meir að segja mæta. ingvi
Vogaskóli er í leikfimi á sama tíma og æfing
hææ (: ég snéri mig einhvað á fætinum fyrir stuttu og ég get ekki hlupið :'( en ég vona að ég geti komist á æfingu á föstudaginn =D
Kemst því miður ekki á æfinguna:(
Sigurður
Kemst ekki á æfingu í dag... er veikur:(
Post a Comment
<< Home