Saturday, January 20, 2007

Leikur v Grindavík - laug!

Heyja.

Annar leikur sem var snögglega ákveðinn. Við erum sem sé vinsælasta
liðið hjá utanbæjarliðunum! En nokkuð skemmtilegur leikur í dag - var
næstum búinn að fara illa - en Salómon reddaði því í lokin. Allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Grindavík 2.
Æfingaleikur.

Dags: Föstudagurinn 20.janúar 2007.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik:
0 - 1.
Gangur leiksins:
0 - 1, 1 - 1, 1 - 2, 2 - 2.

Maður leiksins: Úlfar Þór (lét mest að sér kveða í dag).

Mörk:

40 mín - Tolli með langskot sem endaði inni eftir pínu mistök hjá markmanninum þeirra.
70 mín - Salómon með snilldar skot af löngu færi, óverjandi upp í markhorninu.

Áhorfendur: Alveg um 9-10 manns frá báðum liðum á línunni.
Dómari: Egill og Ingvi - sjaldan verið betri.
Vallaraðstæður: Sjúklega kalt - völlurinn 15% í snjó en reddaðist þó alveg.

Liðið:

Kristó í markinu - Daði og Mikki bakverðir - Tolli og Úlli miðverðir - Dagur og Seamus á köntunum - Viddi og Valli á miðjunni - Tryggvi og Salómon frammi. Varamenn: Anton Helgi - Davíð Þór - Sindri Þ - Sigurður T - Sindri G.

Frammistaða:

Kristó: Nokkuð góður leikur - kom vel út á móti, varði oft vel. Mætti stjórna aðeins betur sem aftasti maður sem sér allt.
- einnig flottur í miðverðinum í seinni.
Daði: Annar fyrirmyndar leikurinn í röð - varla eitt "klikk" í leiknum.
Tolli: Flottur leikur - hafði mátt koma sér í fleiri skot, og skjóta fyrr á markið.
Úlli: Klassa leikur - tapaði varla einvígi.
Mikki: Flottur á boltann en hefði mátt vera meiri buff í nokkrum návígum.
Seamus: Nokkuð góður leikur - vel á tánum og fór í alla bolta.
Valli: Fínn leikur - óheppinn einu sinni en annars nánast perfect leikur.
Viddi: Enn einn súper leikur - hefði samt enn viljað fá fleiri skot á markið.
Dagur: Fínn leikur - sérstaklega á miðjunni í seinni.
Tryggvi: Fín keyrsla eins og vanalega - vantaði aðeins upp á "tötsið" nokkrum sinnum en það er allt að koma.
Salómon: Ágætis leikur - lét boltann ganga betur en síðast en mætti alveg gera meira af því. soldið gjarn á að koma sér í vandræði - en þvílíkt mark í lokin.

Davíð Þór: Góð innkoma - þarf samt að láta finna meira fyrir sér og heyra meira í sér.
Anton Helgi: Eiginlega alveg sama hér - vantar að tala með sendingum - en annars fín vinnsla.
Sindri Þ: Afar flottur í vörninni - þarf kannski aðeins að vinna í snerpunni.
Sigurður T: Afar traustur - góður á boltann og varðist vel.
Sindri G: Flott innkoma - þarf bara að fá fleiri leiki til að venjast.

Almennt um leikinn:

+
Unnum vel fram á þá - rákum betur út en vanalega og settum nokkuð góða pressu á þá allann leikinn.
+
Leystum vel öll vandamál tilbaka - menn voru á tánum og komu boltanum vel frá.
+
Kláruðum allann leikinn - jöfnuðum á síðustu mínútunni sem er bara sterkt.
+ Flottur hópur sem spilaði leikinn - sýndi vel hvað í sér býr.

-
Lendum undir tvisvar sinnum þrátt fyrir að vera meira með boltann.
-
Vantaði smá einbeitingu í vörnina.
-
Vantaði að búa til fleiri færi - vera graðari að klára, skjóta.

Í einni setningu: Svona eftir á að hyggja slapp þetta jafntefli, sérstaklega þar sem við vorum marki undir fram á síðustu mínútu - en áttum klárlega að vinna leikinn þar sem við vorum svo mun betri í heildina.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home