Íslandsmótið innanhús - sun!
Jebba.
Íslandsmótið innanhús var hjá okkur í gær. Okkar riðill (C riðill) var
kepptur í Keflavík, og auka heimamanna, þá öttum við kappi við Fylki
og Aftureldingu, en Þróttur Vogum dróg sig út úr keppni á síðustu stundu.
En alla um mótið hér:
- - - - -
Þróttur v Keflavík, Fylki og Aftureldingu.
Íslandsmótið innanhúss.
Dags: Sunnudagurinn 21.janúar 2007.
Tími: kl.09.00 - 11.00.
Völlur: Íþróttahús Keflavíkur.
Úrslit:
v Keflavík: 2 - 4.
v Fylkir: 1 - 3.
v Aftureldingu: 6 - 0.
Maður mótsins: Kristján Einar (yfirburðar frammistaða).
Mörk:
v Keflavík: Nonni - Stebbi.
v Fylki: Arnþór Ari.
v Aftureldingu: Arnþór Ari 2 - Stebbi - Anton Sverrir - Diddi - Arnar Kári.
Áhorfendur: Slatti af foreldrum upp í stúku.
Dómari: Dómaraparið átti bara nokkuð gott mót - ekkert við þá að sakast.
Vallaraðstæður: Snilldar salur - aðeins stærri en MS! - en menn voru þónokkuð fljótir að venjast honum.
Hópurinn:
Krissi í marki - Addi, Nonni og Diddi spiluðum vörn - Anton Sverrir, Arnþór Ari, Stefán Tómas og Árni Freyr spilðum frammi.
Frammistaða:
Krissi: Varði eins og ljónið í öllum leikjum - klassa mót.
Addi: Snilldar vinnsla - sterkur líkamlega - vantaði bara meira að koma á sprettinum - taka menn á og skjóta oftar á rammann.
Diddi: Algjörlega brilliant frammistaða í öllum þremur leikjum.
Nonni: Sterkur og vann afar vel - hefði mátt koma meira með í sóknina en annars fín frammistaða.
Anton Sverrir: Barðist afar vel í öllum leikjum - varðist vel og ógnaði svo alltaf þegar við vorum í sókn.
Stefán Tómas: Á milljón allt mótið - fín frammistaða.
Arnþór Ari: Afar nettur á boltanum - vantaði stundum að verja boltann betur með líkamanum og fara á "rooney" í andstæðinginn.
Árni Freyr: Seigur í fyrsta leiknum en meiddist í lok hans og var "out" út mótið.
Almennt um mótið:
+ Aldrei í miklum vandræðum í útköstum né að koma frá markmanni.
+ Héldum alltaf haus og kláraðum alla leiki á fullu - allir klárlega í fínu formi.
+ Lásum leikinn oft snilldarlega og bjuggum til fullt af flottum sóknum, og settum 9 klassa mörk.
+ Allir jákvæðir, hvetjandi og unnu fyrir hvorn annan.
- Vantaði aðeins meiri sigurvilja og "killer eðli" í okkur.
- Misstum mennina okkar einstaka sinnum í gegnum um okkur, sem leiddi af sér skot á mark.
- Vantaði aðeins betra skipulag frammi þegar Krissi kom með langa bolta - misstum of marga bolta til andstæðingana þannig.
- Eins og vanalega hefði mátt vera meira tala milli manna.
(- Þorðu ekki í stórfiskaleik í upphitun!)
Í einni setningu: Nokkuð góð frammistaða í leikjunum þremur - eiginlega allir leikmenn að gefa sig alla í leikina - og það eina sem vantaði í raun var killerskapið og viljinn til að vinna - og trúin að við gætum unnið riðilinn.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home