Æfingaleikur v Stjörnuna - fim!
Heyja.
Það voru tveir leikir við Stjörnuna í Garðabænum í gær. Smá vesen fyrir
suma að finna "pleisið" - en það reddaðist hjá öllum og fullt af strákum af
eldra ári tók á því sem er bara nett. 50% árangur en flottir báðir leikirnir.
Allt um þá hér:
- - - - -
Þróttur 2 - Stjarnan 0
Æfingaleikur
Dags: Fimmtudagurinn 25.janúar 2007.
Tími: kl.16.15 - 17.15.
Völlur: Stjörnugervigras.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins: 1 - 0, 2 - 0.
Maður leiksins: Kristján Einar / Arnar Kári (solid as a rock).
Mörk:
36 mín - Salómon með flott skallamark eftir góða fyrirgjöf frá Tolla.
40 mín - Stefán Tómas með snilldar slútt eftir að hafa unnið boltann.
Vallaraðstæður: Frekar hlýtt - og völlurinn klikkaður.
Dómari: Engin! Ekki nógu töff. Nokkur flaut frá þjálfurum á hliðarlínunni en það slapp svo sem
Áhorfendur: Nokkrar hræður rötuðu á völlinn!
Liðið:
Krissi í markinu - Addi svíper - Nonni og Úlli stopperar - Stebbi og Tolli á köntunum - Anton Sverrir, Diddi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr og Salómon frammi. Varamenn: Daði Þór og Kristófer.
Frammistaða:
Krissi: Flottur leikur - lokaði markinu vel og uppskar clean sheet.
Nonni: Sterkur sem og fyrri daginn - ef maður ætti að nefna eitt þá mætti hann garga meira!
Addi: Gríðarlega soldið í svípernum - alltaf mættur og tapaði ekki spretti.
Úlli: Fínn leikur - barðist vel - þarf bara að passa að rjúka ekki mennina - finna réttu tímasetninguna.
Stebbi: Klassa keyrsla á kantinum og þokkalega nett mark.
Tolli: Fínn leikur - mikið í boltanum - og algjörlega perfect sending á Salla.
Arnþór: Leið vel með boltann og fór auðveldlega fram hjá mönnum - vantar samt langar sendingar upp kantinn eða inn fyrir á sóknarmennina.
Anton Sverrir: Klassa leikur - sterkur, mikið í boltanum og tuddaðist eins og ... hallur.
Diddi: Fanta vinnsla á miðjunni - fram og tilbaka.
Árni Freyr: Duglegur frammi en náði ekki að klára - þarf að passa að snúa ekki alltaf inn í mennina - skýla oftar boltanum og senda fram fyrir sig og fá hann frekar aftur (förum í þetta fljótlega).
Salómon: Annað markið í tveimur leikjum - kom einnig með snilldar hlaup frammi.
Daði Þór: Flott innkoma - afar traustur - fann menn vel í lappir og varðist einnig vel.
Kristófer: Ekkert klikk - vel á tánum og skilaði boltanum vel frá sér.
Almennt um leikinn:
+ Vörðumst allir 11 eins og ljón allann leikinn. Kláruðum 1 v 1 nokkuð vel, fórum í tæklingar og bökkuðum hvorn annan ágætlega upp.
+ Betra tal en oft áður.
+ Vorum nokkuð svalir á boltann - héldum honum nokkuð vel og leystum vel þegar þeir pressuðu á okkur.
+ Aldrei vesen eftir útspörk - langt síðan það hefur gerst - menn buðu sig frekar vel.
- Lentum of oft í stöðunni 2 v 4 fram á við og töpuðum boltanum.
- Lokuðum ekki nógu vel fyrir skotin þeirra sem voru oft hættuleg og munaði minnstu að færu inn.
- Vantaði stundum hlaup á fjær stöng eftir fyrirgjafir og skot.
- Vantar að fá sendingar upp á sóknarmennina, sem bíða - skýla og senda síðan á mennina sem koma - fá svo boltann upp á kant eða innfyrir og kviss bamm búmm! Ekki alltaf snúa inn í mennina og reyna 1 v 1 á sprettinum (förum í þetta fljótlega).
Í einni setningu: Flottur sigur og flott að hefna sín á þeim eftir töpin tvö - náðum að halda hreinu þrátt fyrir nokkur góð færi hjá þeim - spiluðum 3-5-2 nokkuð vel og ekki slæmt að fá loksins þrjú stig.
- - - - -
Þróttur 2 - Stjarnan 4
Æfingaleikur
Dags: Fimmtudagurinn 25.janúar 2007.
Tími: kl.17.15 - 18.15.
Völlur: Stjörnugervigras.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3, 2 - 3, 2 - 4.
Maður leiksins: Daði Þór (greinilega í massa formi - styrkist með hverjum leik).
Mörk:
16 mín - Daníel Örn með nett mark sem kom okkur yfir snemma leiks.
42 mín - Tryggvi með snilldar slútt eftir stungu inn fyrir.
Vallaraðstæður: Frekar hlýtt - og völlurinn klikkaður.
Dómari: Engin eins og áðan! Ekki nógu töff. Nokkur flaut frá þjálfurum á hliðarlínunni en það slapp svo sem
Áhorfendur: Nokkrar hræður rötuðu á völlinn!
Liðið:
Orri í markinu - Sindri og Mikki bakverðir - Kristófer og Daði miðverðir - Viktor og Krissi á köntunum - Silli og Anton Helgi á miðjunni - Tryggvi og Danni Örn frammi. Varamenn: Stefán Karl - Hákon - Arianit - Emil Sölvi - Davíð Þór.
Frammistaða:
Orri: Flottur leikur - varði oft afar vel og hélt okkur inn í leiknum.
Sindri: Afar öruggur - í bakverðinum og á miðjunni.
Mikki: Klasssa leikur - á báðum stöðum - mætti alveg vera duglegri með að koma með langa bolta upp völlinn.
Kristó: Einn og hálfur leikur í dag takk fyrir - afar öflugur í vörninni í þessum leik og keyrði líka vel með fram.
Daði: Mjög yfirvegaður, las leikinn vel og djöflast. Einn og tveir þriðju leikur í dag takk fyrir.
Viktor: Fínasti leikur - en þarf að vera miklu oftar búinn að ákveða hvað gera skuli við boltann áður en hann kemur til hans.
Krissi: Mark eða kantur - ekki málið.
Silli: Ágætisleikur - hefði mátt sjást meira á miðjunni - stjórna spilinu ögn betur - en samt allt í góðu.
Anton H: Kannski eitthvað óvanur miðju stöðunni en djöflaðist vel.
Tryggvi: Var duglegur og kom sér í fullt af færum - átti að setja alla veganna tvö í viðbót en var óheppinn.
Daníel Örn: Vantaði að bjóða sig meira í kross og út á kant - ekki alltaf beint áfram í fangið á miðvörðum þeirra.
Emil Sölvi: Fínn í bakverðinum - þarf bara að tala meira og vera búinn að sjá hvað hann ætlar að gera við boltann - vera búinn að spotta samherja.
Arianit: Flottur á kantinum - afar góður með boltann - en vantar alla vinnslu.
Hákon: Fínasti leikur í vörninni - óheppinn að meiðast snemma.
Davíð Þór: Nokkuð góður leikur - labbaði í gegnum stjörnumenn alla veganna tvisvar sinnum og var óheppinn að klára ekki - meira af þessu takk.
Stefán Karl: Góð innkoma - þarf bara að fá meiri leikæfingu.
Almennt um leikinn:
+ Vorum meira með boltann og sóttum mikið á þá í byrjun.
+ Sköpuðum okkur fullt af færum í báðum hálfleikjum.
+ Vantaði að segja félaganum aðeins meira til - hverjir eru lausir - hverja þarf að dekka - hverjir þurfa að keyra í vörn ofl.
+ Flottar markvörslur hjá báðum markmönnum.
- Misstum boltann allt of oft frá okkur - og stundum á okkar þriðjung.
- Vorum ekki nógu þéttir í vörninni og það mynduðust glufur sem þeir nýttu sér.
- Vantaði meiri samheldni og samvinnu hjá okkur - þurfum að fara í þetta betur.
- Fjórða markið þeirra algjör gjöf - vantaði að tala og koma boltanum burtu.
Í einni setningu: Vantaði bara herslumuninn, og kannski smá heppni í nokkrum færum - að við myndum alla veganna ná jafntefli. En skemmtilegur leikur - gaman að sjá marga menn spreyta sig en vantaði kannski helst smá þéttleika og talanda í vörnina.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home