Monday, January 29, 2007

Æfingaleikur v Fylki - mán!

Heyja.

Það var einn leikur við Fylki í gær á gervigrasinu okkar. Nettur úði
allann leikinn og eiginlega geggjað fótboltaveður. Samt ekki okkar dagur
og niðurstaðan stórt tap. En allt um leikinn hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fylkir 8
Æfingaleikur

Dags: Mánudagurinn 29.janúar 2007.
Tími: kl.16.15 - 17.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik:
0 - 4.
Gangur leiksins:
0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5, 0-6, 0-7, 1-7, 1-8.

Maður leiksins:
Emil Sölvi (tók vel á mönnum allann leikinn).

Mörk:

65 mín - Guðmar kláraði dæmið eftir snilldar sendingu frá Arnþór og snilldar sókn hjá okkur upp vinstri kantinn.

Vallaraðstæður: Frekar hlýtt, smá úði - og völlurinn frekar góður.
Dómari: Kiddi sóló - með etta algjörlega á hreinu.
Áhorfendur: Frekar fáir enda leikurinn á vinnutíma!

Liðið:

Orri í markinu - Leó og Gummi S bakverðir - Geiri og Emil Sölvi miðverðir - Guðbjartur og Guðmar á köntunum - Seamus og Matthías á miðjunni - Hilmar og Arnþór F frammi. Varamenn: Styrmir - Egill F - Haraldur Örn - Kevin Davíð - Lárus Hörður - Aron Vikar - Guðmundur Ingi.


Frammistaða:

Orri: Nokkur góður leikur - má samt ekki pirra sig ef við fáum á okkur mark/mörk - það gerir einbeitinguna bara slakari.
Leó: Ágætis leikur - vantaði kannski smá baráttu á köflum - og tal.
Geiri: Vantaði aðeins meiri sprengikraft - en gerði samt margt gott.
Emil Sölvi: Klassa leikur - barðist eins og ljón og fór í allar tæklingar og vel það. Þarf að vera svona í öllum leikjum - bara mæta eins og ljónið og massa etta.
Bjartur: Fann sig ekki nógu vel í leiknum - enda búinn að vera eitthvað frá.
Guðmar: Ágætis leikur, góð keyrsla og flott mark.
Seamus: Reyndi sitt á miðjunni en var oft einn á móti of mörgum fylkismönnum.
Matthías: Naut sín nokkuð vel - en meiddist og komst lítið í takt við leikinn.
Hilmar: Nokkuð góður leikur - vantar kannski meira tal og grimmd því allt annað á að vera klárt.
Arnþór F: Ekki nógu mikil vinnsla - þarf að spila allann leikinn eins og hann spilaði í færinu sem skapaði markið okkar.

Kevin D: Vantar en meiri snerpu - en gerði sitt besta.
Egill: Vantar meiri hreyfingu - og að skila boltanum betur á samherja - en barðist samt vel.
Haraldur Ö: Ágætis barátta í bakverðinum.
Styrmir: Flottur leikur á kantinum - halda þessu áfram.
Lárus Hörður: Fín barátta á köflum - mætti halda boltanum betur.
Aron Vikar: Nokkuð góður leikur - þarf samt að passa að vera í línu í vörninni - og sjá manninn sinn og boltann.
Guðmundur Ingi: Nokkuð góð innkoma - mætti samt vera helmingi grimmari inn á.


Almennt um leikinn:

+
Flottur varnarleikur á köflum.
+ Snilldar markvarsla trekk í trekk hjá Orra.
+
Algjörlega geggjuð sókn sem skapaði markið okkar - af hverju gerðum við ekki meira af þessu?
+ Fullt af leikmönnum spreyttu sig. Þurfum að fá fleiri leiki þannig að menn komist í leikform.

-
Töpuðum boltanum alltaf oft afar klaufalega - skýldum ekki boltanum og vissum oft ekki hvað við ætluðum að gera við hann!!
- Of mikið labb á sumum leikmönnum.
- Vantaði allt skap í okkur.
- Ekki nóg barátta og sigurvilji.

Í einni setningu: Of stórt tap - og of margir sem hugsa með sér að það sé ekkert stórmál að fá á okkur þessi mörk - þurfum að vera með miklu meira skap og miklu meiri baráttu þegar við spilum. Menn verða að mæta miklu brjálaðari til leiks í svona leikjum - setja á sig keppnisgrímuna og bamm, taka á því þanngað til maður er algjörlega búinn á því. Það voru ekki margir sem voru búnir á því eftir þennan leik.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home