Sunday, January 28, 2007

Æfingaferðin um helgina!

Jó.

Ferðin um helgina heppnaðist fáránlega vel - veðrið soldið að bögga
okkur en það reddaðist alveg. 18 leikmenn fóru, nokkrir forfallaðir
en nokkrir sem hafa varla sést í janúar. Vinnum í því.

Dagskráin var vel plönuð og hélst nánast alveg. Hápunkturinn
var eflaust leikurinn við Ægi - en allt um ferðina hér:

- - - - -

Æfingaleikurinn v Ægi:

- Fyrri leikurinn:

Úrslit: 2 - 3.

Liðið (3-3-1):
Sindri í markinu - Ólafur Frímann dýpstur - Maggi og Guðmar bakverðir - Viðar á miðjunni - Dagur og Hilmar á köntunum - Seamus frammi. Varamenn: Sigurður T.

Mörk: Dagur Hrafn (2).

Maður leiksins: Dagur Hrafn.

Almennt um leikinn: Nokkuð góður leikur hjá okkur - vorum soldið lengi að venjast vellinum - misstum boltann of oft klaufalega - Sindri varði oft afar vel - settum tvö afar flott mörk - fengum síðasta markið á okkur á síðustu mínútunni - vantaði enn tal og menn hefðu mátt losa sig betur og biðja meira um boltann.

- Seinni leikurinn:

Úrslit: 2 - 5.

Liðið (3-3-1): Sindri í markinu - Guðbjartur dýpstur - Gummi S og Geiri bakverðir - Leó á miðjunni - Arnþór og Egill á köntunum - Ágúst frammi. Varamenn: Aron Vikar - Lárus Hörður.

Mörk: Ágúst J - Guðbjartur.

Maður leiksins: Sindri.

Almennt um leikinn:
Frekar kaflaskiptur leikur - vorum alveg inn í leiknum á köflum en fengum svo á okkur afar ódýr mörk á milli - vantaði að halda einbeitingunni allann tímann - lesa leikinn betur - vera aðeins ákveðnari í tæklingar og návígi - Sindri hélt okkur annars inn í leiknum - klaufar að skora ekki alla veganna eitt lag í viðbót.

Verðlaun og keppnir:

- Vítaspyrnukeppni: Seamus.
- Spilahappdrættið: Gummi S.
- Stærsta dýnan: Egill.
- Markahæstur í handboltanum: Lalli.
- Lagakeppnin: Jens og Hróbjartur.
- Hittni (úti): Guðmar.
- Spurningakeppni: Leikmenn.
- Vindlausasta dýnan: Guðbjartur.
- Oftast seinastur: Seamus.
- Varði mest í handboltanum: Palli.
- Hittni (inni): Lalli.
- Teygjukeppnin: Viddi.
- Mesta ógeðisnammið: Jawbreaker!
- Markahæstur í fótboltanum: Seamus.
- Mesta þjálfarabeilið: Kiddi.
- Giskaði rétt á landsleikinn: Gummi S.
- Flottasta handboltadressið: Ingvi.

Nokkrar myndir:

Egill var í massa stuði!

Völlurinn var belaður!
Sindri meiddist einungis sjö sinnum í ferðinni!

En skemmtileg helgi - snilld að vera í þorlákshöfn.
Vona að menn hafi verið sáttir.

.is

0 Comments:

Post a Comment

<< Home