Leikur v ÍBV - fös!
Já halló.
Sögðum já við ÍBV um að bjarga þeim um leik í kvöld. Aðstæður
reyndar frekar slæmar, tími dags ekkert spes, vantaði menn og
ykkar einlægur, klessti á - klukkutíma fyrir leik og var ansi pirraður
En allt þetta var engin afsökum um að gera ekki betur en 0-1 tap.
Allt um það hér:
- - - - -
Þróttur 0 - ÍBV 1.
Æfingaleikur.
Dags: Föstudagurinn 12.janúar 2007.
Tími: kl.20.45 - 21.45.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins: 0 - 1.
Maður leiksins: Þorleifur (öflugastur í dag).
Áhorfendur: Þó nokkrir létu kuldann ekki á sig fá og mættu upp í stúku.
Dómari: Kiddi átti völlinn.
Vallaraðstæður: Nokkuð kalt, snjór yfir vellinum og smá rok: ekki bestu aðstæður í heimi.
Liðið:
Orri í marki - Óli F og Daði Þór bakverðir - Tolli og Nonni miðverðir - Viðar, Arnþór og Jóel á miðjunni - Dagur og Salómon á köntunum - Árni Freyr einn frammi. Varamenn: Mikael Páll og Daníel Örn.
Frammistaða:
Orri: Þurfti frekar lítið að beita sér í leiknum - hefði mátt vanda aðeins spörkin eftir sendingar aftur á teig.
Daði: Topp leikur - vel á tánum og gerði engin mistök.
Tolli: Mjög öflugur - hefði mátt koma oftar upp með boltann eins og hann gerði nokkrum sinnum - vantaði samt stundum að vanda sendingar.
Nonni: Vann vel með Tolla í miðverðinum - vann öll einvígi.
Óli: Nokkuð góður leikur - hefði samt mátt gera aðeins meira - koma oftar upp völlinn og fara meira á menn.
Viðar: Gerði allt vel - vantaði kannski aðeins meiri ákveðni og að fara alla leið sjálfur, meiri skot.
Jóel: Kannski soldið að hugsa um ítalíuferðina - vantaði meiri keyrslu og tal - oft verið miklu betri.
Arnþór: Náði sér ekki á strik en var eitthvað slappur og fór útaf í hálfleik.
Salómon: Oft verið betri - vantaði að skila boltanum betur frá sér og fyrr - garga svo aftur á hann og fá hann innfyrir.
Dagur: Vantaði aðeins að draga sig meiri út á kantinn og hreinlega garga á boltann - gerði annars margt gott.
Árni: Gerði sitt - vantaði kannski meiri samvinnu milli hans og miðjunnar - meiri tal.
Daníel Örn: Fín innkoma - vantar samt betra skipulag með sóknarfélaganum - hefði líka viljað fá mark alveg í lokin!
Mikki: Fínasti leikur - gerði allt vel en hefði kannski mátt ógna meira fram á við.
Almennt um leikinn:
+ Áttum fyrri hálfleikinn - settum upp góða pressu og gáfum þeim ekki breik.
+ Unnum allt tilbaka - þeir fengu afar fá færi í öllum leiknum.
- Héldum ekki sama dampi út allann leikinn.
- Fengum á okkur nokkuð ódýrt mark.
- Vantaði betri samvinnu fram á við - segja félögunum hvað gera skuli - bjóða sig betur o.s.frv.
Í einni setningu: Frekar aumt eins marka tap í leik sem virtist vera okkar í byrjun - vantaði sprengikraft og meira skap í okkur (sem fyrr) og ég hefði viljað sjá meira hjá mörgum!
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home