Mið - Fim!
Sælir.
Það er loksins komið á hreint hvernig miðvikudaginn (og fimmtudagurinn)
verður. Þeir niður í Laugum ætla að lána okkur sal og ætlum við að taka
nettann styrktartíma. Yngra árið fer í dag, miðvikudag, en eldra árið á fimmtudag (og ekkert mál að koma í annan hvorn tíman ef þið eruð í vandræðum).
Endilega nýtum þetta strákar og mætum sem flestir svo þeir vilja taka við okkur aftur í framtíðinni. Í næstu viku er svo stefnan sett á að prófa unglingalyftingarsalinn þeirra þar sem þjálfari mun taka okkur í tíma. Og massa mikilvægt að fara róleg um búningsklefann.
Innanhúshópurinn er svo nokkuð ákveðinn. Æfir innanhús í dag, og alla veganna
á laugardaginn líka. Mótið er svo í Keflavík á sunnudaginn.
Heyrið svo í mér ef það er eitthvað.
kv, Ingvi (869-8228) og co.
Miðvikudagurinn 17.jan:
- Tími niður í Laugum hjá yngra árinu - Mæting kl.15.20 fyrir framan Laugar. Koma með 300kr, innanhúsdót og sund-dót (kíkjum aðeins í sund í lokin). Allt búið um kl.17.15.
- Innanhúsæfing hjá eftirtöldum leikmönnum niður í íþróttasal MS kl.19.10 - 20.30: Kristján Orri - Kristján Einar - Stefán Tómas - Arnþór Ari - Árni Freyr - Arnar Kári - Jón Kristinn - Valgeir Daði - Anton Sverrir - Þorleifur + Viðar Ari - Sindri G.
- Frí hjá öðrum á eldra ári.
Fimmtudagurinn 18.jan:
- Tími niður í Laugum hjá eldra árinu - Mæting kl.14.50 fyrir framan Laugar. Koma með 300kr, innanhúsdót og sund-dót (kíkjum aðeins í sund í lokin). Allt búið um kl.16.30.
- Frí hjá yngra árinu.

8 Comments:
Á fimmtudaginn er skólasund hjá Vogo
Á fimmtudaginn er skólasund hjá Vogo
öss. þá er ekkert mál að koma í dag :-) - en svo gæti líka orðið svo kalt á morgun að það yrði ekki sund! eða bara fá frí einn sundtíma. en við checkum á essu! ingvi
Það er innisund Ingvi, efast um að það fari niður fyrir frostmark þar : )
ah, gleymdi því audda. en við reddum essu. segið mér við hvern ég á tala! Heimi. .is
Sundkennarinn heitir Margrét
það er sund í laugalæk a fimmtudag lika.
Hey. ég sendi sem sé meil á margréti í vogó og kjartan í laugó. þekki þau nokkuð vel - vonum að þau taki vel í að þið fáið að púla í Laugum í staðinn. ok sör. sjáumst í dag. ingvi
Post a Comment
<< Home