Nokkrir punktar!
Knattspyrnufélagið Þróttur.
4.flokkur karla.
5.janúar 2007 takk fyrir.
Leikmenn
Gleðilegt ár og velkomnir á æfingar aftur. Menn eru væntanlega búnir að slaka aðeins á og tilbúnir aftur í boltann! Hér fyrir neðan eru nokkrir grófir punktar varðandi starfið okkar næstu vikurnar. En eins og áður þá ekki hika við að heyra í okkur ef eitthvað er óskýrt, og verið svo áfram duglegir að kíkja á “ferskustu” heimasíðu borgarinnar; http://4fl.blogspot.com :-)
Kv, Ingvi Tappi – Egill Driver og Kiddi … Red
- - - - -
Æfingatímarnir: Æfingatímarnir okkar munu haldast nánast alveg eins og fyrir jól. Æfingarnar á mánudögum verða alveg eins - við fáum aðeins meiri tíma á miðvikudögum þannig að æfingarnar færast aðeins fyrr á deginum – föstudagarnir og laugardagarnir verða eins, fyrir utan þegar við tökum æfingaleiki og þess háttar. Og við reynum líka að bæta við aukaæfingum ef við getum.
Útihlaup: Héðan í frá munum við vera með útihlaup þrisvar sinnum í mánuði, nánast alveg fram að Reykjavíkurmótinu utanhúss (eða fram í byrjun apríl). Við munum byrja á lengri vegalengdum og færa okkur svo niður í styttri hlaup. Þetta á ekkert að vera eitthvað sem leikmenn eiga forðast, við reynum bara að hafa þetta skemmtilegt (dettum t.d. í sund eftir hlaup). Við munum auðvitað halda utan um mætingarnar í hlaupin, sem og fylgjast með hvernig menn eru að standa sig (tímatökur ofl.). Best er ef leikmenn eiga hlaupaskó en gervigrasskór henta ágætlega. Við erum enn að reyna að fá frjálsíþróttaþjálfara til að taka okkur í smá “prógramm”.
Fimleikar: Þessir tímar voru vægast sagt vel heppnaðir fyrir jól. Við erum að athuga hvort við bætum við nokkrum aukatímum nú eftir jól. En við ætlum alla veganna að reyna að láta alla leikmenn taka prófin (um 15 strákar eiga þau eftir) sem við tókum fyrir jól – og afhenda svo hverjum og einum niðurstöðurnar.
Íslandsmótið innanhúss: Það verður haldið sunnudaginn 21.janúar í Keflavík en það fær bara eitt lið frá hverju liði að taka þátt. Valið verður í liðið um miðjan mánuðinn og við hvetjum auðvitað alla að standa sig, mæta vel og sanna sig.
Yngra árs ferð: Við höfum nánast neglt niður síðustu helgina í janúar (27-28.jan) og er stefnan tekinn á Þorlákshöfn. Eldra árið fór þanngað í fyrra og hentar staðurinn fullkomlega í góða æfingaferð. Við búum til fína dagskrá og tökum m.a. leik við Ægi. Allir sem ætla með verða að vera með lágmark 70% mætingu í jan.
Æfingaleikir: Í janúar munum við taka leiki við Grindavík, Stjörnuna, Ægi og hugsanlega eitt lið í viðbót.
Happadrættismiðarnir: Það er búið ákveða að fresta drættinum sem átti að vera núna á morgun, laugardaginn 6.janúar, fram til loka jan. Þannig að menn geta haldið áfram að selja, vonandi klárað sinn 5 miða skammt, og jafnvel fengið fleiri.
Mætingar: Mætingarskjalið fyrir síðustu þrjá mánuði er klárt. Hægt er að skoða bestu mætingarnar á netinu. Þeir sem vilja fá að sjá sínar allar sínar mætingar fyrir jól þurfa bara að meila á mig (ingvisveins@langholtsskoli.is) og ég sendi excel skjalið með ykkar upplýsingum strax á ykkur.
Fleiri fjáraflanir: Við munum örugglega fara af stað með fleiri fjáraflanir undir lok janúar. Og allar hugmyndir eru auðvitað vel þegnar.
Fatnaður: Þeir hjá Sportmönnum (verslunin sem hét Íþrótt) eru búnir að gera okkur tilboð á kvartbuxum (sem henta vel á gervigrasið) og rauðri bómullarpeysu. Allur pakkinn er á um 4.500kr og þurfum við nú bara að finna tíma til að taka niður stærðir og pantanir. En það er algjörlega frjálst að nýta sér þetta.
Markmannsæfingar: Þær verða áfram á sunnudögum og miðvikudögum – við þurfum virkilega að nýta þessa tíma með Rúnari markmannsþjálfara. Tökum okkur á í janúar!
Annað: Í janúar verður Ingvi krýndur keilukóngur flokksins, en einnig munum við skella okkur í bíó. Nokkrir eiga svo enn eftir að skila upplýsingablaðinu um sig til mín. Látið okkur vita ef ykkur vantar þannig blað.
Annars bara líf og fjör.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home