Mið - Rey Cup!
Ó já.
Virkilega flottir í dag - allt að smella fyrir mótið. Nokkur atriði og svo byrjar bara ballið:
1. Það er engin æfing á morgun, miðvikudag, en í staðinn ætlum við að dreifa Rey Cup blaðinu í hús, eins og vaninn er á hverju ári. Það er mæting kl.12.30 niður í Þrótt (það varð smá seinkun á blaðinu) og fá þá allir 1-2 götur til að hlaupa í. Þeir sem eru að vinna kíkja þá bara kl.13.00 og gá hvort vanti að dreifa í einhverjar götur.
2. Gistingin breytist aðeins. Við færumst úr Langholtsskóla yfir í Álftamýraskóla, nánar tiltekið íþróttahúsið, sem við höfum þá fyrir okkur (sjá staðsetningu á kortinu í bæklingnum)! Mæting á sama tíma annað kvöld (kl.19.30 og 19.45). Svo rúllum við á setningarathöfnina sem er kl.21.00 niður í Þrótti. Loks létt kvöldkaffi, ræma og svefn.
3. Bjarki L og Pétur Jóhann komast ekki á mótið þannig Andrés Uggi færist upp úr C liði, í B lið. Þannig að liðin í góðu standi.
4. Allir komnir með treyjur?
5. Annars bara pakka, rúlla betur yfir bæklingin, borða vel og taka lokaundirbúning. Heyrið strax í okkur ef það er eitthvað :-)
Ok sör - Alles klar.
Set bæklingin hér inn líka.
Sjáumst í fyrramálið, og svo um kvöldið.
Ingvi - Teddi - Sindri.
- - - - -
2 Comments:
kemst ekki aðdreifa bæklinginn er að veiða
kv.kristo
Er í vinnu uppi kópavogi og engin getur skutlað mér núna þannig að ég get ekki farið að ná í Rey Cup blaðinu
Post a Comment
<< Home