Fös - hjólaferð!
Heyja.
Unnun þokkalega fyrir hlutunum í dag og uppskárum tvo frábæra sigra. Unnum Breiðablik 3-2 (jovan - daði - andri már) í A liðum og 8-1 (stebbi 5 - arnar 2 - andri már) í B liðum. Set stöðuna á KSÍ inn á morgun - ásamt link á myndaalbúm flokksins :-) Svo skuldum við þrjár skýrslur.
C liðið keppir v Breiðablik á mánudaginn - eftir það er komin mánaðarpása í Íslandsmótinu - og rúmar tvær vikur í Rey-Cup. Þarf að fá nákvæman þátttökulista á morgun - búinn að heyra í flestum en klára restina á morgun.
Föstudagur á morgun, við erum að tala um netta hjólaferð:

Vona að allir séu klárir með hjól og hjálm - það er mæting kl.13.30 niður í Þrótt. - hjá öllum. Við ætlum að hjóla upp í Grafarvog þar sem við eigum bókaða strandblakvelli kl.15.00. Stoppið við í bakarí á undan eða smyrjið eitthvað nett heima því við gúffum þegar við erum komnir upp eftir, svo blakmót og loks brunað heim og komið kl.17.00. Setjum eiginlega skyldu að vera með hjálm.
Gott veður takk, og sjáumst á morgun,
Ingvi - Teddi og Sindri.
- - - - -
14 Comments:
svöl mynd
það tók einhver buxurnar minar ovart:S þetta eru svona þrottara svartar buxur...
-Birkir örn
hey er í lagi að koma á hluppehjóli
hey, ansi langt að "dröslast" upp í grafarvog á hlaupahjóli, þannig að nei - tekur morgunin í að redda hjóli :-)
Það er sprungið á hjólinu mínu.
kemst ekki í hjólaferðina
kv jökull
kemst ekki :/
Kemst ekki er að fara í bústað, sjáumst á mánudag.
Kv:
Siggi
hey verður einhver æfing um helgina?
kemst ekki í hjólaferðina
kemst ekki í hjólaferðina.
hjólið mitt er brotajárn. og svo á ég ekki hjálm :(
kv. Skúli
kemst ekki í hjólaferðina vegna þess að ég er að fara út úr bænum, svo á ég ekki neinn hjálm:/ kv. Gummi
kemst ekki :/
Sælir er hættur í fótbolta svo keppi ekki á rey cup Kv Gauti
Post a Comment
<< Home