Monday, July 06, 2009

Þrið - breyting!

Sælir meistarar.

Stór sigur hjá okkur í dag í C liðum - settum fullt af mörkum og spiluðum vel. Næstu leikir eru A og B lið v Breiðablik á fimmtudaginn kemur og C lið v Breiðablik mánudaginn næsta. En eftir það er komin ca. mánaðar pása í Íslandsmótinu - og næsta stóra verkefni sjálft Rey-Cup mótið!

Það er smá breyting á planinu - ætlum að fara í sameiginlega hjóla - og skemmtiferð á föstudaginn, en æfa vel í staðinn þriðjudag og miðvikudag og gíra okkur í leikina á fimmtudaginn (það var líka talað um frí hjá teddanum þannig að látið það berast að það sé æfing).

Þannig að það er venjuleg æfing á morgun, þriðjudag, reyndar í tvennu lagi:

- Æfing - Yngra ár - Suðurlandsbraut - kl.13.00 - 14.15.

- Æfing - Eldra ár - Suðurlandsbraut - kl.14.00 - 15.15.

Létt á morgun, gróf uppskrift: upphitun, reitur, spil, svaðaleg powerade þraut í lokin (nema anton og skúli fara í stigann fyrir að veifa mér ekki áðan). Mun einnig taka hart á lágum sokkum, hettupeysum og ófótboltalegum klæðnaði :-/ en annars líf og fjör.

Síja,
Ingvi Hyper- Teddi Gamli og Sindri Who.

p.s. allra allra síðasti sjens fyrir spilast0kkinn á morgun - vona að eftirtaldir séu ekki í ferðalagi: Gunnar Reynir - Benjamín - Sigurjón - Erlendur.

- - - - -

7 Comments:

At 10:48 PM, Anonymous Anonymous said...

kemst ekki á æfingu á morgun því ég þarf að fara á golfæfingu :/ kv. Gummi

 
At 11:00 PM, Anonymous Anonymous said...

kemst ekki á föstudaginn Kv. Snorri

 
At 11:39 PM, Anonymous Anonymous said...

hey sáum þig þegar þú varst kominn framhjá. þá vinkuðum við sko allhressilega. þú sást það ekki svo þú átt að taka stigann. við tökum rúllustiga.


kv.anton og skúli

 
At 9:09 AM, Anonymous ingvi said...

öfunda gumma. ekkert mál snorri. og melti það anton og skúli. læt alla veganna einhvern púla :-)

 
At 12:27 PM, Anonymous Anonymous said...

hey, Ingvi getur flokkurinn farið saman í gólf

þá meina ég ekki fótbolta heldur venjulegt golf

 
At 8:03 PM, Anonymous Anonymous said...

very nice !!!

 
At 4:18 PM, Anonymous Anonymous said...

það rokkar!!!

 

Post a Comment

<< Home