Grasvellirnir okkar!
Sælir strákar.
Nú er afar mikilvægt að þið virðið það að allar auka æfingar á grassvæðum félagsins utan æfingatíma eru alveg stranglega bannaðar. Eins og staðan er á völlunum í dag verða þeir ónýtir áður en sumarið klárast.
Ef einhverjir gera sig seka um að virða þetta ekki og verða "teknir" úti á grasi - þá getur það leitt til þess að allur flokkurinn æfi á gervigrasinu. Verð að segja að ég er ekki spenntur fyrir því.
Þannig að skellið ykkur frekar á sparkvöllinn við Laugarnesskóla, gervigrasið eða malbikuðu vellina ef þið ætlið að taka eitthvað auka.
Treystum á ykkur.
Ingvi - Teddi - Sindri.
- - - - -
3 Comments:
má ekki koma fyrir æfingar og sparka á mark ... eða ver eitthvað eftir þær ?
ohhhh hvenar kemur nýja gervigrasð:/
Heyr heyr!
Kv. Sindri þjálfaraspaði
Post a Comment
<< Home