Friday, July 10, 2009

Rey Cup - fyrsta færsla!

Jó jó.

Samkvæmt mínum bókum er skráningin okkar á Rey Cup 2009 svona:

Klárir (47): Andrés Uggi - Bjarni Pétur - Breki - Daníel Þór - Hallgrímur Snær - Jón Kaldal - Kári - Kristjón Geir - Kristófer Karl - Logi - Nizzar - Marteinn Þór - Pétur Jökull - Sigurður Þór - Sigurjón - Sölvi - Viktor Snær - Þorkell - Ýmir Hrafn - Snorri Fannar - Teitur Óli - Andri Már - Anton Orri - Aron Brink - Arnar P - Árni Þór - Bjarki L - Birkir Már - Birkir Örn - Björn Sigþór - Brynjar - Daði - Daníel L - Elvar Örn - Jovan - Hörður Sævar - Jónas Bragi - Jökull Starri - Jón Konráð - Njörður - Ólafur Guðni - Páll Ársæll - Stefán Pétur - Sveinn Andri - Vésteinn Þrymur - Guðmundur Örn - Skúli.

Vonandi klárir (1) (staðfesta við mig sem fyrst): Pétur Jóhann.

Spila ekki en hanga vonandi með okkur yfir mótið (4)! : Aron Bjarna - Gunnar Reynir - Jakob Gabríel - Benjamín.

Komast ekki (3): Hörður Gautur - Þorsteinn Eyfjörð - Þorsteinn Gauti.

Nýbyrjaðir (1)- Ekkert sést lengi (3): Birkir Mar - Erlendur - Ómar Þór - Bjarni.

Erum að setja saman liðin, verður klárt í næstu viku. Annars var þetta sent á foreldra í gær (dreifi þessu líka á mán):

Nú líður hratt að ReyCup sem hefst miðvikudaginn 22. júlí og líkur 24.júlí. Við í 4.flokki karla erum með u.þ.b. 50 stráka skráða á mótið sem keppa í 4 riðlum. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu mótsins á www.reycup.is - Tveir praktískir hlutir eru nauðsynlegir fyrir alla foreldra að hafa á hreinu:

*Mótsgjald*

Þátttökugjald á mótið er 17.000 kr. fyrir hvern strák. Vinsamlegast gangið frá greiðslu sem fyrst inn á reikning: *515-4-252152*, kt: 050772-5359 (Jón Andri Sigurðarson). Mikilvægt er að setja nafnið á fótboltastráknum í skýringu með greiðslunni og senda kvittun í tölvupósti á
4flTrottar@gmail.com. *Athugið að hægt er að fá helminginn af mótsgjaldinu endurgreitt! (sjá hér fyrir neðan)*

*Vinna / Aðstoð*

Það er ljóst að mót eins og ReyCup er ekki haldið án þess að margar hendur koma þar að og þar koma foreldrarnir til sögunnar.

Við foreldrarnir sjáum um að gefa strákunum okkar að borða í hádeginu og kaffitímum, einnig erum við með liðstjórn sem felst í að halda utan um liðin og koma með á rétta staði á réttum tíma í leikina og þá þarf einhver að gista með hópnum í skólanum.
Einnig þarf Rey Cup mótið á fjölda starfskrafta að halda og þar má t.d. nefna að sjá um skólana sem liðin gista (á ábyrgð 4.fl.kk), mannvirkjanefnd, dómgæsla, grillveisla, slysavakt (fyrir fagaðila), o.fl. og er unnið oftast á 4 tíma vöktum. Þess ber að geta að þeir foreldrar sem vinna 20 tíma eða meira fá helminginn af mótsgjaldinu endurgreitt!

Við þurfum á aðstoð foreldra allra strákanna að halda og biðjum við ykkur um að skrá ykkur sem allra fyrst á með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan: http://spreadsheets.google.com/viewform?formkey=dGxlOGR1blNDUEpvY1Y1aWNZZkhvN1E6MA .. *(einfalt form sem tekur 2-3 mín að fylla út - smellið á submit neðst á síðunni til að senda)*

Ef einhverjar spurningar eru þá vinsamlegast hafið samband við okkur með tölvupósti á 4flTrottar@gmail.com , í síma 844-4349 (Jón Andri) eða hringið á skrifstofu Þróttar (580 5900)

Kveðja,
Flokksráð 4.fl.kk

0 Comments:

Post a Comment

<< Home