Æfingaleikir v Gróttu - laug!
Áttum leiki v Gróttu í gær - og loksins var veðrið í lagi. Niðurstaðan tveir flottir sigrar. Allt um leikina tvo hér:
- Hvaða leikur: Æfingaleikur v Gróttu - B lið.
Dags: Laugardagurinn 6.desember 2008.
Tími: kl.10.00 - 11.00.
Völlur: Gróttugervigras.
Dómarar: - - - - -
Aðstæður: Pínu napurt - en völlurinn góður.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Lokastaða: 3 - 1.
Maður leiksins: Daníel L.
Mörk: Bjarni Pétur (2) - Daníel Þór.
Liðið: Kristófer í markinu - Óli og Bjarni bakverðir - Gunni og Jón Kaldal miðverðir - Viktor fyrir framan vörnina - Daníel Þór og Palli á miðjunni - Arnar og Jakob á köntunum og Daníel L frammi. Varamenn: Brynjar og Birkir Örn.
Frammistaða: Það var gaman að sjá Daníel L frammi og stóð hann sig mjög vel þar. Gunni sterkur í vörninni, Arnar P hættulegur á vinstri kanntinum og gerði mikinn usla þar.
Almennt um leikinn: Þeir ógnuðu okkur lítið fyrrihálfleik en fengu 3 stungur inn fyrir og skoruðu úr einni þannig. En mikið af góðu spili hjá okkur og hættulegar sóknir sem að við hefðum átt að nýta, en inn vildi boltinn ekki.
Við heldum áfram að ógna þeim og vorum ofarlega á vellinum. Mikið af góðu spili, sérstaklega á köntunum, vorum að senda bolta á milli bakvarðar og miðvarðar, fínir hlutir í gangi. Svo á endanum rufum við múrin og við skoruðum á 42 mín og var Daníel þar á ferð. En þessi leikur var aldrei spurning, vorum betri og það var bara spurning hvenær að næsta mark myndi koma og svo skoraði Bjarni 2 mörk á 50 og 52 mín.
Flottur leikur í alla staði, menn einbeitir og flottir á vellinum.
- Hvaða leikur: Æfingaleikur v Gróttu - C lið.
Dags: Laugardagurinn 6.desember 2008.
Tími: kl.11.00 - 12.00.
Völlur: Gróttugervigras.
Dómarar: - - - - -
Aðstæður: Smá kalt - en snilld að prófa völlinn þeirra.
Staðan í hálfleik: 8 - 0.
Lokastaða: 11 - 2.
Maður leiksins:
Mörk: Logi (3) - Andrés (3) - Breki (2) - Pétur J (2) - Kristjón.
Liðið: Kristó í markinu - Benni og Marteinn bakverðir - Hörður Gautur og Þorkell miðverðir - Kristjón fyrir framan vörnina. Logi og Sigurður Þór á miðjunni - Breki og Nizzar á köntunum og Andrés einn frammi. Varamenn: Sölvi, Ýmir Hrafn, Cephas og Pétur Jökull.
Frammistaða:
Slugs - tökum etta á okkur :-(
Þetta var einstefna allan fyrri hálfleik og þeir ógnuðu okkur ekkert og varla komumst yfir miðju.
Við skiptum mönnum í nýjar stöður; framherjar komnir í vörnina og öfugt og héldum við áfram að setja á þá. Fínt spil í gangi og jákvæðni hjá öllum.
Bara virkilega flottur leikur.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home