Sunday, December 21, 2008

Heimavinna!

Jamm jamm.

Allt að smella fyrir jólin? Kallinn svaðalegur í jóladýnubolta í gær (vann hann) og svo er hið árlega þorláksmessuskvass í dag - það er bara snilld, er nefnilega svaðalegur í skvassi :-)

En hérna fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir af léttum æfingum fyrir ykkur yfir jólin. Reynið að taka alla veganna þrjú skipti, það hafa allir gott að því. Má alveg taka meira!

Bara duglegir að bjalla í félagann, skemmtilegra að vera fleiri, en "audda" líka fínt að vera "sóló".

- - - - -

Æfing 1: Skokk - 30 mín á spjall hraða (draga múttu með) og teygja á eftir!

Æfing 2: Bolti - Trítla niður á gervigras eða sparkvöll - taka 5 v 5 (eða 3 v 3) í klukkutíma!

Æfing 3: Sund: Taka 0.5 km (sem eru fimm ferðir í laugardalslaug) - svo pott á eftir!

Æfing 4: Innipúl: 150 magaæfingar, 50 armbeygjur, 50 bakæfingar, 3 * 60 sek handstaða, 3 * 12 froskahlaup, 3 * 20 járnkrossar og loks 3 * ógeðishopp!

Æfing 5: Bolti: Út sjálfur með bolta - halda á lofti í 10 mín - rekja boltann um hverfið í 10 mín - sparka í vegg í 5 mín og loks skalla á lofti í 5 mín!

Æfing 6: Hlaup: 1 * 8 mín á 50% + 2 mín hvíld + 2 * 4 mín á 70%
+ 2 mín hvíld + 2 * 3 mín á 90% + teygja í lokin.

Svo er líka hægt að splæsa í einn tíma í Laugum, badminton í tbr, skvass í veggsport, fara í klifurhúsið eða á skíði :-)

- - - - -

3 Comments:

At 1:53 PM, Anonymous Anonymous said...

ég er búin að fara í laugar :D:D

 
At 7:30 PM, Anonymous Anonymous said...

er búinn að öllu

 
At 11:12 PM, Anonymous Anonymous said...

nettur bjarni. og held þú eigir eitt eftir daníel (jólakort í sigluvoginn :-)

 

Post a Comment

<< Home