Saturday, December 13, 2008

Sun!

Sælir strákar.

Tókum Fram (3-2) í skrautlegum leik í morgun - meira um hann síðar. Minni á Real Madrid v Barcelona í kvöld kl.20.50 ef þið hafið stöð 2 sport. Eins gott að Eiður sé í "starting"!

En það er sunnudagur á morgun - höldum okkur við bíóplanið og hvetjum svo alla að kíkja aðeins niður í Þrótt einhvern tímann yfir daginn. Svona er planið:

- Bíóferð á myndina "The Day the Earth stood still". Hún er kl.15.20 í Háskólabíó og kostar 650kr inn (er því miður ekki í laugarás). Reynið að vera "samfó" í bíla - einnig gengur fjórtánan þanngað :-) Hittumst kl.15.00 í andyrinu. Búin ca.17.15.

- Jóladagur niður í Þrótti frá kl.13.00 - 18.00: Jólatrésala (þeir sem ætla að kaupa tré hljóta að gera það hér), heitt kakó og piparkökur, enski boltinn á stóra skjánum, kór kemur í heimsókn, ljósmyndasamkeppni og jólamarkaður. Allir að kíkja fyrir bíóið!

Sjáumst eldhressir,
Ingvi (8698228) og Teddi (8247724).

- - - - -

13 Comments:

At 7:41 PM, Anonymous Anonymous said...

fór ekki 4-2?

 
At 10:10 PM, Anonymous Anonymous said...

það fór 4-3!

 
At 10:11 PM, Anonymous Anonymous said...

nei 4-2!

 
At 11:37 PM, Anonymous Anonymous said...

ætlaru ekki að fara uppfæra mörkin?
úr síðustu leikjum

 
At 11:54 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ. Ég og Daníel þór komumst ekki í bíó v/aðventutónleika.
kv.Viktor Snær

 
At 12:12 PM, Anonymous Anonymous said...

Jamm hvernig væri að uppfæra mörkin :)

 
At 12:17 PM, Anonymous Anonymous said...

já rólegir. uppfæri í kvöld (ef ég fæ popp í bíó)! lofa.

 
At 12:27 PM, Anonymous Anonymous said...

Fáum við ekki líka popp og Kók

 
At 12:42 PM, Anonymous Anonymous said...

Strákar hverjir skoruðu á móti FRAM ?

 
At 12:55 PM, Anonymous Anonymous said...

Fáum við ekki líka popp og Kók

 
At 1:59 PM, Anonymous Anonymous said...

ég kemst ekki í bíó

 
At 7:52 PM, Anonymous Anonymous said...

Kristjón 1 Jón K 1 Gabríel Ingi 2

 
At 7:58 PM, Anonymous Anonymous said...

Teddi þeir sem skoruðu voru Nonni 1,Kristjón 1,Gabríel Ingi 2

 

Post a Comment

<< Home