Æfingaleikur v Fram - laug!
Jamm.
Það var hálf skrautlegur leikurinn v Fram í morgun - okkur var sagt að koma á vitlausum tíma og svo voru Framarar ekki alveg með fullt lið - en allt um leikinn hér:
- - - - -
- Hvaða leikur: Æfingaleikur v Fram - yngra árið.
Dags: Laugardagurinn 13.desember 2008.
Tími: kl.11.45 - 13.00.
Völlur: Framgervigras.
Dómarar: ?
Aðstæður: Völlurinn bókstaflega á kafi í snjó - en ekkert svo kalt úti.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Lokastaða: 3 - 2.
Maður leiksins: ?
Mörk: Kristjón, Jón Kaldal og Gabríel Ingi.
Liðið: Kristó í markinu - Pétur og Bjarni bakverðir - Viktor og Þorkell miðverðir - Kristjón fyrir framan vörnina - Daníel Þór og Jón Kaldal miðverðir - Breki og Nizzar á köntunum - Andrés einn frammi. Varamenn: Sigurður Þór, Kári, Ýmir Hrafn, Marteinn og Gabríel Ingi.
Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!
Almennt um leikinn:
Við sóttum og sóttum en inn vildi boltinn ekki. Svo koma það á 25 mín að við áttum horn og boltinn fer inn í boxið og eftir smá klafs þá dettur boltinn fyrir Kristjón sem að settur hann í fyrstu snertingu innanfótar í netið.
Menn kannski að klappa boltanum of mikið, kannski vegna aðstæðna (leikmenn náðu litlu valdi á boltanum), kanntmenn ekki í nægilegra mikilli breidd og vantaði betri samskipti inn á völlinn.
Framararnir fengu samt 2-3 góð færri eftir stungur og svo á 40 mín jafnaði Fram metin.
Á 45 mín tók Jón K gott hlaup með boltann úr miðverðinum og eftir gott spil þá endaði það með því að hann var kominn einn í gegn og setti boltann í netið hjá Fram.
Á 50 mín skoruðu Framarar sitt annað mark (hugsanlega rangstæða).
Enginn uppgjöf var í okkar mönnum og á 55 mín setti Gabríel gott mark eftir gott hlaup á fjærstöng. Lokatölur 3-2 fyrir okkur og allir leikmenn að standa sig mjög vel.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home