Thursday, December 04, 2008

Fjáröflun!

Kæru leikmenn, foreldrar og forráðamenn

Þjálfarar og flokksráðið eru spennt fyrir því að stefna á æfingaferðalag á vormánuðum, en hvert það verður og hversu langt við förum mun ráðast mikið af aðstæðum þegar nær dregur. Það er hinsvegar ljóst að við verðum að safna okkur smá pening til að komast í svona ferðalag og því tilvalið að byrja núna um jólin. Því ætlum við að hrinda af stað fjáröflun, sem foreldrar munu þurfa að leggja örlítið af mörkum. Við höfum áður farið þessa leið með góðum árangi; nú seljum við útikerti og kaffi fyrir hátíðarnar.

Jólapakkinn samanstendur af:
• Útikerti (tólgarkerti - tvö í pakka)
• Kostnaðarverð 500 kr. - Söluverð 1000 kr.

• Kaffi tvenna frá Te & Kaffi, 250 gr. pokar af Hátíðar- og Selebeskaffi
• Kostnaðarverð 1000 kr. - Söluverð 1500 kr.

Við mælum þó eindregið með að menn skelli þessu saman í pakka (kerti og kaffi) og selji á 2500 kr. Nú er það ykkar að fara til ættingja, vina og nágranna til að selja þeim þessar ljómandi jólavörur sem allir hafa þörf fyrir. Í síðasta lagi á mánudaginn 8. desember þurfið þið að taka saman hversu mikið þið ætlið að fá af hvorri tegund og senda pöntun á 4flTrottar@gmail.com . Einnig þarf að greiða pöntunina á sama tíma með því að leggja inn kostnaðarverð pöntunar inn á reikning: 515-4-252152, kennitala: 050772-5359.

Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu í tölvupósti á 4flTrottar@gmail.com og tilgreinið nafn þess sem pantar í skýringum. Gott væri að fá nafn greiðanda með tölvupóstinum þegar pantað er.

ATHUGIÐ: ef ekki berst greiðsla fyrir pöntun þá er pöntunin því miður ógild og ekkert verður þá pantað fyrir viðkomandi.

Strákarnir (með aðstoð foreldra ☺)þurfa svo að geyma sinn hluta af söluverðinu (sem er 500 kr. fyrir hverja pakkningu) inn á sínum eigin bankareikning. Þetta er gert til að forðast allan rugling á því hver á hvað.

Sækja þarf pöntunina niður í Þrótt laugardaginn 13. desember á milli klukkan 13 og 14.

Dæmi:
• Jón ætlar að panta 15 einingar af kaffi (2x15 kaffipakkar) og 15 einingar af kertum (2x15 kerti).
• Hann sendir pöntun á netfangið og tilgreinir fjölda af kerta-einingum og fjölda af kaffi-einingum, ásamt nafni iðkanda og nafni greiðanda
• Hann greiðir fyrir kertin 15x 500 og kaffið 15x 1000 inn á bankareikninginn hér að ofan, samtals 22.500 kr.
• Hann sækir pöntunina á laugardeginum á réttum tíma
• Jón hjálpar barni sínu að selja og eftir góðan söludag þar sem allt var selt, á Þróttarinn okkar og 15.000 kr. fyrir vikið (sem auðvitað fer beint inn á bankareikning ☺)


Ef það eru einhverjar spurningar, þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á 4flTrottar@gmail.com

kv,
Flokksráð 4. flokks Þróttar

0 Comments:

Post a Comment

<< Home