Jamm jamm!
Sælir drengir.
Hitastjórinn á gervigrasinu er að skora feitt þessa daganna - grasið var aftur ljúft í gær, veit ekki hvað er að gerast!
Erum að plana morgundaginn (fös); síðasta æfing fyrir jól og eftir hana eitthvað jólafjör. Set um um það í fyrramálið!! Vona að allir séu lausir á morgun - soldið síðan við sáum suma en það eru búinn að vera próf og "svoddann". En það er sem sé ekkert í kvöld, fimmtudag, eins og stóð á mánaðarplaninu!!
Yngra árið keppir svo í Egilshöllinni í jólamótinu á laugardaginn frá kl.16.10 - 18.30 (fljótir að láta okkur vita ef þið komist ekki).
Svo eru allir á fullu í að selja happdrættismiða og geisladiska :-) Nokkrir eftir að fá, reddum því á morgun.
Kíkið aftur á síðuna í dag,
svo sjáumst við á morgun, föstudag.
Ingvi og Teddi.
p.s. kókauglýsing til að koma mönnum í jólaskapið!
2 Comments:
hæ ég þurfti að fara að kaupa skíðaskó þannig gat ekki komist á æfingu,gleymdi að láta vita :(
-pétur jökull
kemst ekki á mótið ég er að fara í afmæli hjá langafa. andrés
Post a Comment
<< Home