Sunday, December 28, 2008

Jólamótið - eldri!

Jójó.

Jólamótið kláraðist í morgun þegar eldra árið endaði taplaust eftir sex nokkuð góða leiki. Úrslit og markaskorarar, auk annarra punkta, eru hér fyrir neðan.

Annars mælum við enn með því að menn fari út og hreyfi sig næstu daga - það hafa allir gott af því. Enski boltinn er annars á fullu í dag - Rauði herinn er áfram á toppnum, vona svo að fullham hafi tekið chelsea.

Hvetjum ykkur svo að kíkja niður í Þrótt fyrir áramótin og kaupa flugelda (styrkja þrótt :-) Farið samt endilega varlega - eða gera bara eins og kallinn; kaupa 2-3 kökur og málið dautt! Sniðugast er að mæta og versla á gamlársdag kl.12.00 og sjá í leiðinni leik ársins í meistaraflokknum (ungir v gamlir).

Mætingarnar fyrir desember koma á bloggið á morgun (í tvennu lagi). Mun svo uppfæra markaskorara fjótlega. Svo verður nóg að gera í jan, erum búnir að bóka fullt af leikjum, auk annarra hluta - reynum að útbúa aftur dagatal svo allt sé á hreinu.

Hafið það annars "massa" gott restina af fríinu.
Verðum í bandi fljótlega.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

Jólamótið - Eldra ár:

A lið (7 stig):

v Fram: 0 - 0.
v Víking: 3 - 0 (sveinn 2 - daði).
v Val: 7 - 0 (aron bj 2 - sveinn 2 - daði 2 - sjálfsmark).

B lið (5 stig):

v Fram: 0 - 0.
v Víking: 0 - 0.
v Val: 3 - 1 (aron br - björn s - jovan).


Hvað getum við bætt:

= Í fyrsta lagi getur Ingvi bætt talninguna sína og reiknað með að hafa 8-9 leikmenn í hverju liði næst. Veit að menn fengu ekki að spila nóg í dag - sumir létu það sjást en aðrir ekki. Tek þetta á mig strákar en veit að það verður fullt af verkefnum í janúar.

= Við töpuðum ekki leik í dag og getum í sjálfu sér verið sáttir með það. En mér finnst að við vorum ekki að spila á fullri getu í dag og að of margir leikmenn virkuðu hægir og engan veginn nógu sprækir, sem segir okkur greinilega að menn hafi ekki hreyft sig mikið síðan við sáumst síðast (19.des - núna er sko 28.des). Einnig voru fæstir með fulla mætingu í desember mánuði. Hins vegar voru margir sem áttu góðan dag og sýndu okkur að þeir séu þvílíkt klárir í "futsal" liðið sem keppir í janúar.

= ca. 8 leikmenn komu ekki á réttum tíma í dag (og fengu 0.7 í mætingu) og ca.18 leikmenn skelltu sér í hreinu fötin eftir leik (og fengu 0.9 í mætingu). Allir lúkkuðu frekar vel í dag (nema kannski gunni í svörtu 3/4 "tæklbuxunum" :-)

= Birkir, Óli og Gunni redduðu okkur í markinu, ansi seigir. Stebbi og Elvar taka svo að sér að draga Skúla á æfingar í janúar.

= Stebbi (nei ekki árni) var sá eini sem fékk spjald (gula frá kidda fyrir ýtingar). Pínu hasar í síðasta leiknum en ekkert til að tala um. Pössum bara hvað við segjum strákar - við tökum auðvitað á þessum gaurum inn á vellinum og spilum fast - en látum vera að hreyta einhverju í þá (maður sér alltaf eftir því).

= Engin sagði "nettur hökutoppur" við mig og ansi fáir sögðu nett jólakort :-/

= Jæja, nóg af röfli, þið voruð flottastir, að vanda. Er farinn að horfa á entourace og gúffa ... mandarínu. Hafið það gott.

1 Comments:

At 6:19 PM, Anonymous Anonymous said...

Þið megið fá buxurnar lánaðar hvenær sem er:)
kveðja Gunni;)

 

Post a Comment

<< Home