Friday, December 12, 2008

Æfingaleikur v Aftureldingu - fös!

Jamm.

Tókum leik v Aftureldingu í snjónum í gær - fínasti leikur, kannski of mörg mörk á okkur - en allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: Æfingaleikur v Aftureldingu - A lið.

Dags: Föstudagurinn 12.desember 2008.
Tími: kl.16.00 - 17.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar: Ingvi og Teddi - í fyrsta skipti saman í ár - og þvílíkt teymi!
Aðstæður: Það ætlar að vera erfitt fyrir okkur að spila í góðum aðstæðum - nú var ansi kalt og völlurinn á kafi í snjó :-(

Staðan í hálfleik: 4 - 2.

Lokastaða: 8 - 3.

Maður leiksins: Aron Bj.

Mörk: Aron Bj (4) - Jón Konráð - Daði - Jovan - Anton Orri.

Liðið: Sveinn í markinu - Páll Ársæll og Árni Þór bakverðir - Birkir Már og Anton Orri miðverðir - Elvar aftari miðja - Daði fremri miðja - Jón Konráð og Arnar P á köntunum - Aron Br. og Aron Bj. frammi. Varamenn: Njörður, Gunnar, Jovan og Þorsteinn Eyfjörð.

Frammistaða: - Slugs, tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

Leikurinn var frekar jafn í byrjun - við kláruðum færin okkar gríðarlega vel, Aron Bj. nýtti sín færi eins og á að gera. Sérstaklega var fyrsta markið stórglæsilegt. En við vorum ekki alveg nógu þéttir tilbaka og vorum að missa af mönnunum okkar - sem varð til að þeir settu tvö mörk á stuttum tíma.

Pínu neikvæðni blossaði upp - en þegar hún var farinn þá völtuðum við yfir þá. Áttum fjölmargar hættulegar fyrirgjafir og hefðum getað sett fleiri mörk.

Hornin voru ekki alveg nógu spes í dag, vinnum í því.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home