Leikir v HK!
Ja.
Hvað skal segja!
- - - - -
Dags: Föstudagurinn 25.ágúst 2006
Tími: 16.00 - 17.20.
Völlur: Valbjarnarvöllur.
Þróttur 0 - HK 2.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2.
Maður leiksins: Anton.
Mörk: - - - - -
Vallaraðstæður: Veðrið gott en völlurinn algjört djók - algjörlega á floti á nokkrum svæðum (veit ekki af hverju í andskotanum ég var að redda honum).
Dómari: Dóri og Sindri - stóðu sig ágætlega (hefði samt ekki neitað víti einu sinni).
Áhorfendur: Fullt af fólki í stúkunni - enda krítískur leikur.
Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gylfi og Kobbi bakverðir - Ingimar og Aron miðverðir - Jónas og Ævar á miðjunni - Bjarmi og Bjarki Steinn á köntunum - Danni og Árni frammi + Bjarki B, Ási, Diddi og Snæbjörn.
Frammistaða:
Anton: Klassa leikur - varði á köflum snilldarlega - gat lítið gert í markinu - þarf aðeins að laga útspörkin.
Gylfi: Missti manninn sinn nokkrum sinnum í gegnum sig - hefði vilja sjá tæklingu þegar fyrsta markið kom - en samt góður leikur.
Kobbi: Átti í smá erfiðleikum í stöðuvatninu sem var á vellinum - en leysti það vel. Ágætisleikur.
Ingimar: Lét teyma sig of framarlega í fyrri hálfleik, og lét manninn sinn nokkrum sinnum snúa sér - en var samt kröftugur og sterkur tilbaka.
Aron: Stóð sig vel í erfiðum aðstæðum - vantaði stundum að hreinsa betur á Þróttara. En yfir höfuð góður leikur.
Jónas: Klassa vinnsla á miðjunni - vann vel og skipulega með Ævari.
Ævar: Átti miðjuna - át þeirra besta mann trekk í trekk - en hefði mátt skjóta sjálfur á markið nokkrum sinnum. Átti klárlega að skora í dag.
Bjarmi: Átti fullt af sprettum upp kantinn sem og fullt af fyrirgjöfum. Góður leikur.
Bjarki Steinn: Boltinn var lítið hans megin í fyrri hálfleik - reyndi að djöflast - fínn síðusta korterið.
Danni: Vantaði að klára alla veganna tvö færi - en völlurinn var náttúrulega bull og truflaði mikið.
Árni: Átti góða spretti - en náði ekki að koma sér í nógu góð færi - vantaði stundum að garga úr sér lungum til að fá boltann!
Bjarki B: Tók strax vel á því og var öflugur í seinni hálfleik. Losnaði oft um hann fyrir framan markið en var óheppinn að ná ekki betri skotum.
Ási: Kom einnig inn með krafti - losnaði oft um hann á kantinum en hefði kannski mátt gefa meiri vídd, sem og fara alla leið í gegn.
Diddi: Fín innkoma - kom sér strax í leikinn.
Snæbjörn: Ágætis innkoma - gat lítið gert í markinu.
Almennt um leikinn:
Ef við byrjum bara á leiknum sjálfum og förum svo á eftir í drama pakkann - þá var þetta í raun hörku leikur. Mikill barningur í fyrri hálfleik og held ég að þónokkur orka hafi farið í hann. Við vörðumst vel í frekar erfiðum aðstæðum. Völlurinn var eins og hann var og sluppum við með að lenda í miklum vandræðum með hann í vörn - en hann truflaði okkur aftur á móti mikið sóknarlega.
Við fengum nokkur afar góð færi í fyrri hálfleik og skil ég ekki hvaða helvítis bölvun er á okkur að ná ekki að klára - ertað grínast hvað það er mikilvægt að vera á undan að skora - en allt kom fyrir ekki. Við áttum nokkrar afar góðar fyrirgjafir, sérstaklega hægra megin frá Bjarma. Við fengum um 8 horn í fyrri hálfleik og um 4 aukaspyrnur sem við flengdum inn - en allt kom fyrir ekki. svo áttum við klárlega að taka fleiri skot á markmanninn en völdum nokkrum sinnum að gefa boltann lengra! Þeir fengu nokkur færi en við vörðumst í heild mjög vel í fyrri. En sem sé 0-0 í hálfleik.
Svo kom dýri kaflinn! Mér fannst við gefa bæði mörkin. Í fyrra markinu sólar HK-ingur alla veganna tvo menn hjá okkur, og annan nánast frá miðju. Þarna verðum við hugsanlega að reyna tæklingu og að koma í betri aðstoð og reyna að hægja á manninum og beina honum á annan Þróttara. En það er kannski auðvelt að vera vitur eftir á. Annað markið var náttúrulega ekki að marka - Aron afar óheppinn að detta og HK-ingur inn fyrir og 0-2.
Þarna voru samt 20 mín eftir - sem fóru náttúrulega í að sækja á þá á milljón. Þeir komust varla yfir miðju - kannski vorum við of stressaðir. við fengum vissulega nokkur góð færi - áttum skot í stöng - 2 önnur fín skot - en annars náðum við ekki að koma okkur í algjöra deddara, soldið út af pollunum, sem voru akúrat á þeim stað þar sem við erum hættulegastir að komast í gegn. Ég veit að viljinn var til staðar en svo fór sem fór. Við verðum náttúrulega að skora strákar til þess að vinna leiki, svo einfalt er það.
Ok - drama: Náttúrulega grátlegt að falla um riðil strákar. Í fyrsta lagi fáránlegt að vera búnir að koma okkur í þessa stöðu fyrir síðasta leikinn. Þetta voru 11 leikir í sumar og skil ég ekki hvernig við náðum bara 2 sigrum og 1 jafntefli. Við vorum og erum með ótrúlega sterkan hóp af strákum, bæði á yngra og eldra ári. Ég veit ekki hvað margir þjálfarar hafa komið til mín eftir leikina og hrósað ykkur. Þess vegna skilur maður ekki að þetta hafi gerst.
Núna fer maður auðvitað yfir hvern leik og reynir að finna út hvar við áttum að ná þessu eina stigi sem hefði haldið okkur uppi.Ég er búinn að stúdera þetta fram og tilbaka - búinn að mölva ýmislegt ( ekki segja neinum) - en svo verður maður bara að taka sig saman í andlitinu og massa ettta. Bara læra af þessu og svo bara næsta season. Maður getur ekki verið að liggja yfir þessu endalaust - ég verð fyrst og fremst að reyna að finna út hvað fór úrskeiðis, en annars verðum við bara að halda áfram.
Náttúrulega ferlega leiðinlegt að enda tímabilið og (hugsanlega) öll árin á þennan máta. En það er í lagi að svekkja sig á þessu út helgina en svo verðum við að halda áfram. Svona getur fótboltinn verið - gleði og sorg.
Er samt verulega ánægður með ykkur strákar - þið eruð sterkir, flottir, góðir og efnilegir (eins og öll liðin okkar). Þið þurfið samt að fara að stækka litla Þróttarahjartað okkar (það sama gildir um mig) og mæta í leikina hugsandi; "við erum betri en þetta lið - ekki sjens að við förum að tapa þessum leik".
Við munum fara yfir þetta aðeins á mánudagsæfingunni, en svo er þetta frá og næsta verkefni tekur við. Ok sör.
Segjum það í bili. Aju.
Í einni setningu: Grátlegt 0-2 tap í enn einum týpískum leiknum fyrir okkur þar sem við sækjum og sækjum en fáum ekkert að launum.
Dags: Föstudagurinn 25.ágúst 2006.
Tími: 17.30 - 19.00.
Völlur: Suðurlandsbrautin.
Þróttur 6 - HK 0.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0.
Maður leiksins: Stefán Tómas.
Mörk: Stefán Tómas (3) - Valli - Arnar Kári - Arnar Bragi.
Vallaraðstæður: Suðurlandsbrautin var bara nokkuð góð í gær - og veðrið ljúft.
Dómari: Dóri og Sindri - afar traustir þótt þetta var annar leikurinn í röð.
Áhorfendur: Slatti af foreldrum lét sjá sig - en einhver Eiríkur var með aðeins of mikil læti á línunni fyrir okkar smekk!
Liðið (4-3-3): Krissi í markinu - Nonni og Valli bakverðir - Gummi og Arnar Kári miðverðir - Valli og Nonni bakverðir - Arnþór, Gulli og Atli á miðjunni - Arnar Bragi, Bjarki Þór og Tolli frammi + Jóel - Kommi - Stebbi - Anton S - Viktor G - Starki.
Frammistaða:
Krissi: Hafði lítið að gera en var alltaf á tánum. Fínasti leikur.
Nonni: Sem fyrr, klassa frammistaða. Hefur þann góða kost að geta leyst fleiri enn eina stöðu.
Valli: Traustur að vanda, góðar sendingar og góður varnarlega.
Gummi: Mjög góður leikur, alltaf traustur í vörninni og sóknarmenn HK áttu aldrei séns (þó spes litur á stuttbuxunum hans)
Arnar Kári: Mjög góður leikur, var í vörn í fyrri og sókn í seinni. Náði að skora og setta þannig punktinn yfir i-ið á góðu sumri.
Arnþór: Fínn leikur, hefur þó oft komið meira út úr honum, en ekkert til að kvarta yfir.
Gulli: Klassa leikur, var gríðarlega duglegur eins og venjulega og átti nokkrar góðar sendingar.
Atli: Fínn leikur, vinnur alltaf vel fyrir liðið og berst eins og ljónið.
Arnar Bragi: Alltaf hættulegur og náði að setja mark. Topp leikur.
Bjarki Þór: Fínasti leikur. Hefði viljað sjá aðeins meiri kraft frá honum en allt í góðu.
Tolli: Klassa leikur. Náði að rífa sig uppúr lægðinni frá ÍR-leiknum og var að ógna marki þeirra eins og ljónið.
Stebbi: Ótrúlega flott innkoma. Naskur á að koma sér í færi og kláraði sín færi með stakri snilld.
Anton: Fín innkoma á miðjuna, var að koma með flottar sendingar og barðist vel. VERÐUR hins vegar að fara læra það að æsa sig í stöðunni 5-0 er ekkert nema óþarfi.
Kommi: Glæsileg innkoma. Það er eins og varnarmenn eru keilur þegar hann er með boltann, tekur menn á og skilar bolta frá sér á réttu agnablikum.
Jóel: Fín innkoma í bakvörðinn, gerði sig ekki sekann um neitt kjaftæði og skilaði boltanum vel frá sér
Starki: Tók miðvörðinn á'etta í leiknum og stóð sig vel í leiknum. Rauk svo í matarboð um miðbik seinni hálfleiks.
Viktor: Fín innkoma og stóð sig afar vel jafnt varnarlega og sóknarlega.
Almennt um leikinn:
Já, þar sem þessi leikur skipti okkur akkúrat engu máli ákváðum við að prófa aftur 4-3-3 leikkerfið. Það er nú einu sinni þanig að það er mikilvægt fyrir ykkur uppá framtíðina að kunna fleiri enn eitt leikkerfi, ef eitt leikkerfi gengur illa í leik, þá er gott að geta breytt um leikkerfi án þess að allt fari úr límingunum.
En þá að leiknum. Fyrstu 15 mínúturnar einkenndust soldið á því að menn voru að koma sér fyrir í nýju leikkerfi. Fullmikill háloftabolti í gangi. Valli náði svo að skora mark af löngu færi strax á þessum fyrstu mínútunum, ekki leiðinlegt það. En eftir þessar fyrstu mín náðum við algjörlega valdi á leiknum. Boltinn fór að ganga sæmilega á milli manna, en menn voru samt fullmikið að reyna að þröngva boltanum fram völlinn. En við náðum þó nokkrum sinnum að komast inn fyrir vörnina þeirra og í eitt skiptið stakk Arnar Bragi HK gæjana alveg af og náði að setja'nn. Staðan 2-0 fyrir okkur í hálfleik, staða sem við könnumst vel við.
Í seinni hálfleik vorum við að spila miklu betur. Boltinn gekk betur og við vorum að stinga boltanum á réttari augnablikum. Stebbi setti fljótlega mark og eftir það áttum við gjörsamlega leikinn. Þrátt fyrir að við værum mun meira með boltann vorum við sossum ekki mikið að skapa einhver dauða færi, síðustu þrjú mörkin voru meira eftir mistök af þeirra hálfu. En það kemur, þurfum bara að æfa þetta kerfi á undirbúningstímabilinu.
Semsagt, traustur sigur og okkur tókst að vinna þegar við vorum 2-0 yfir í hálfleik. Sem er nýtt! Við áttum samt að enda ofar í deildinni og á næsta tímabili er aldeilis test á yngra árið. Algjör skylda að komast aftur upp og þar með í úrslitakeppni. Við bara verðum bara að fara vinna þessa leiki á móti bestu liðunum, sem við höfum sýnt að við getum alveg. Takk fyrir gott sumar og nú er það bara næsta mál á dagsskrá, koma sér í massa form fyrir næsta ár og taka þessa b-deild.
Í einni setningu: Klassa sigur og klassa endir á sumrinu.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home