Wednesday, August 09, 2006

Lokaskýrsla ferðarinnar!

Jeppa.

Allir komnir heim heilir (reyndar eru gylfi og tumi ennþá úti í góðu chilli).

Síðustu dagarnir voru nettir. náttúrulega sólin ennþá á milljón sem og
goskaup strákanna. met var sett þessa viku í fjölda endurfyllinga á vélinni!

Næst síðasta daginn skelltum við okkur út í skóg og grilluðum pölser og svona.
tókum vatnsblöðru leik - menn reyndar frekar óhittnir!

Síðasti leikur ferðarinnar var svo um kvöldið við heimaliðið í Fjerrtislev. Þar unnum
við 2-1 í afar skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði þó ekki vel - fengum á okkur
vítaspyrnu og aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir litlar sakir. En Snæbjörn varði
vítaspyrnuna örugglega en aukaspyrnar fór inn.

Gulli sá svo um að klára dæmið fyrir okkur. Jafnaði leikinn í fyrri hálfleik eftir geggjaða
sókn. Setti svo sigurmarkið beint úr auka nokkrum mínútum fyrir lokin.

- - - - -

Skelltum okkur svo til Álaborgar í verslunarferð síðasta daginn. Þar gerðu menn ýmis
góð kaup. Eymi var reyndar ekki sáttur - engir skór til á hann í allri borginni!

Menn gúffu svo sjálfir og voru mættir á réttum á hittingarstaðinn, en ferðinni var svo
haldið í bíó á Pirates 2 (með dönskum texta). Þar gerði Eymi annað gott mót og lét
eins lítra gosdúnkinn sinn beint fyrir hliðartöskuna hans Ingva þannig að gólfið var þakið
límonaði (ekki símonaði (nei þessi var lélegur)). en einhver gaur kom og skúraði dæmið.

Menn settu svo í fimmta gír og tóku til og pökkuðu um kvöldið. Svo var farið snemma að sofa
enda vakning kl.05.00.
Rútuferðin gekk svo vel fyrir sig - menn náðu allir að blunda eitthvað. svo bara flugferðin heim, fríhöfnin og málið dautt.

- - - - -

To sum up:

Ótrúlega vel heppnuð ferð. Allt til fyrirmyndar - aðstaðan góð - maturinn fínn - leikirnir klassi - grasvellirnir (sérstaklega aftari völlurinn) góðir - fararstjórarnir með allt á hreinu - eymi og egill (svona að mestu) nettir - veðrið í bullinu og dagskráin pökkuð.

Vona virkilega að þið hafið notið ferðarinnar. Geggjað að geta farið í svona ferð með svona góðum hóp. Fyrir utan mikla gosdrykkju, smá rusl í herbergjunum - einstaka seinkomur á æfingu og nokkur tímaritakaup þá held ég að allt hafi verið perfect. Lítið um snapp hjá kallinum!

Takk kærlega fyrir klassa ferð.
Eigum vonandi eftir að fara í aðra í framtíðinni.

kv
ingvi og co.

p.s.

Herbergistitlar:


- vafasamasta herbergið: ási - ævar - danni - bjarki s.
- gosmesta herbergið: flóki - bjarki - ágúst - símon.
- rólegasta herbergið: arnar már - pétur - gunnar björn.
- hreinasta herbergið: bjarki þ - tumi - óskar - dabbi.
- syfjaðasta herbergið: snæi - jónas - gylfi - einar - gulli.
- háværasta herbergið: bjarmi - atli - ingimar - starki.
- draslmesta herbergið: viktor - aron - kobbi - jónmundur.
- skemmtilegasta herbergið: ingvi - egill - eymi.
- elsta herbergið: bjöggi - steinar - grétar.

Keilan:

- Skammarverðlaun: Ágúst Ben og Bjarki Þór 37 stig.
- 3.sæti: Jónas og Starki 95 stig.
- 2.sæti: Ási 112 stig.
- 1.sæti: Viktor 118 stig.
- Þjálfarakeppnin: Egill 113 stig - Eymi 113 stig - Ingvi fékk ekki að vera með :-(

Halda á lofti keppnin:

- Ingimar 5 sigrar
- Bjarki Þór 4 sigrar
- Atli Freyr 4 sigrar
- Pétur Dan 4 sigrar
- Aron Ellert 4 sigrar
- Egill B 4 sigrar
- Ingvi fékk aftur ekki að vera með :-(

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home