Ísland - Spánn!
Jó.
Næsta þriðjudag keppir Íslenska landsliðið vináttuleik við Spánverja á Laugardalsvelli. Leikurinn er kl.20.00 og ætlum við að skella okkur á völlinn saman.
Miðasala er nánast öll á netinu: á ksí.is og á midi.is - en einnig eru miðar seldir í verslunum Skífunar. Þannig að þið verðið eiginlega að vera "soldið" sjálfstæðir þegar þið kaupið miða - og hugsanlega sitjum við ekki allir á sama stað.
En ef þið farið á netið (www.ksi.is eða www.midi.is) - farið endilega nokkrir saman og kaupið miða með einhverjum félaga ykkar.
Við þjálfararnir verðum örugglega í I stúkunni (grænu). Miðinn í þessa stúku kostar 750kr fyrir ykkur. Einnig er hægt að kaupa í stæði og kostar það þá 500kr fyrir ykkur.
Og ef það verður eitthvað vesen þá bara heyrið í okkur og við reddum ykkur miða.
- - - -
Við ætlum svo að hittast klukkutíma fyrir leikinn - kl.19.00 á Quisnos á Suðurlandsbrautinni - Fá okkur bát og chilla aðeins saman í betri stofunni þar. Langloka og kók kosta um 900kr á mann.
Við löbbum svo saman á völlinn um kl.19.30 og komum okkur svo fyrir í stúkunni.
Ekkert mál ef menn eru búnir að kaupa sér miða og ætla á völlinn með einhverjum öðrum. Við hittumst þá bara á vellinum :-)
Alrighty - Heyrið bara í okkur ef það er eitthvað.
Áfram Ísland
0 Comments:
Post a Comment
<< Home