Leikur v KR!
Jahá.
Það var sem sé einn leikur við KR í gær. Undirbúningur
og í raun allt sem snéri að leiknum hefði mátt vera gert
betur (menn mættu ekki á réttum tíma - veðrið var frekar
leiðinlegt - þjálfarar voru ekki allan tímann ofl). EN eftir að hafa
lent undir með þremur mörkum þá komu menn tilbaka og
lokatölur 4-5 í fjörugum leik. Allt um hann hér:
- - - - -
Dags: Þriðjudagurinn 22.ágúst 2006
Tími: 17.00 - 18.30.
Völlur: KR-gervigras.
Þróttur 4 - KR 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins:0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 2-3, 2-4, 2-4, 3-4, 3-5, 4-5.
Maður leiksins: Daði Þór.
Mörk: Flóki 2 - Viktor M - ?
Vallaraðstæður: Völlurinn var í sjálfu sér fínn - en það var rigning og rok sem er ekki nógu gott combo!
Dómari: Einn gaur sem kláraði dæmið bara vel.
Áhorfendur: Tveir hressir í byrjun - svo bættust nokkrir við.
Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Silli og Mikki bakverðir - Jónmundur og Sindri miðverðir - Viktor M og Anton Helgi á köntunum - Ágúst Ben og Davíð Hafþór á köntunum - Flóki og Tryggvi frammi + Daði Þór og Daníel Örn.
Frammistaða:
Kristó: Stóð sig vel og gerði fína hluti í markinu - ekki hægt að skrifa neitt á hann.
Silli: Fínn leikur - var að skila boltanum vel til samherja og vinna hann af KR-ingunum. Vantaði kannski aðeins að halda línu.
Mikki: Vann vel - verður samt að passa betur að sjá mann og bolta.
Jómmi: Var eins og veggur í vörninni í seinni - vantaði kannski aðeins að stjórna meira í kringum sig.
Sindri: Duglegur - barst allann leikinn - mætti vera virkari í sóknarspilinu.
Dabbi: Vantaði aðeins meiri baráttu og sigurvilja á miðjunni - Voru samt kaflar þar sem hann gerði allt rétt.
Ágúst: Var að gera góða hluti, færði rétt með vörninni og var virkur í sókninni. Vantar kannski aðeins að vinna 50 / 50 boltana, eins og hjá fleirum.
Viktor: Mjög góður leikur, vann vel og kom boltanum ágætlega frá sér - Vantar kannski meiri hlaup upp kantinn og koma boltanum fyrir.
Anton: Spilaði mjög vel allann leikinn - vantar að opna meira munninn.
Flóki: Var ekki alveg að finna sig í byrjun leiks en var að standa sig vel í seinni hlutanum. Vantar kannski aðeins meiri hreyfingu.
Tryggvi: Stóð sig vel og var duglegur að koma sér í færi, mætti koma aðeins meira til baka og bjóða sig meira.
Daði: Átti frábæra innkomu - var mjög góður í vörninni og á miðjunni - barðist vel og hélt uppi góðu spili.
Danni: Þrátt fyrir að koma svolítið seint þá var hann með hörku baráttu og stóð sig mjög vel.
Almennt um leikinn:
Leikurinn byrjaði nú ekki sérlega vel - fengum á okkur þrjú mörk á um 6 mínútum. Það náttúrulega gengur ekki hjá hvaða liði sem er. Vorum reyndar með vindin algjörlega á okkur í fyrri hálfleik - en það vantaði allt tal og öftustu fjórir héldu engan veginn línunni. Menn voru almennt á hælunum og voru ekki að vinna saman. Við hefðum reyndar getað sett hann í okkar fyrstu sóknum en vorum óheppnir.
Þegar vindurinn er svona þarf maður að passa að halda boltanum niðri og vera extra duglegir að ýta út. Passa líka að vanda útspörkin.
En eftir að hafa lent 3-0 undir fórum við að taka okkur saman í andlitinu og svöruðum með tveimur nettum mörkum. Afar sterkt að koma til baka. En við verðum að fara að hætta að gefa leikina svona frá okkur í byrjun - við vitum alveg hve mikilvægt það er að vera á undan að skora, hvað þá 3 mörk!
En lokatölur 4-5 - mikill markaleikur. Hefðum við verið meira á tánum í byrjun hefðu lokatölur hugsanlega verið öðruvísi. En eins og sagði voru aðstæður ekki nógu spes - en ánægður með Sindra og Mása (og hugsanlega fleiri) að klára dæmið fyrir okkur - okkur vantaði einnig nokkra leikmenn, en þeir mæta bara klárir í lokaleikinn á móti Fylki, sem er jafnframt lokaleikur flokksins í Íslandsmótinu - mössum hann.
Í einni setningu: Rigningar- og markabaráttu leikur sem endaði með naumu eins marks tapi!
- - - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home