Tuesday, August 29, 2006

Leikur v Fylki!

Jess.

Síðasti leikur sumarsins var í gær - fínasta jafntefli við Fylki.
Margir fengu að spreyta sig - og vonandi fóru menn heim sáttir.
allt um hann hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 29.ágúst 2006
Tími: 16.00 - 17.20.
Völlur:
Suðurlandsbrautin.

Þróttur 2 - Fylkir 2.
Staðan í hálfleik: 0-0
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2, 2-2.

Maður leiksins: Tryggvi
Mörk: Tryggvi - Sindri


Vallaraðstæður: Völlurinn bara ágætur en soldið napurt úti (það er að koma haust)!
Dómari: José og Óli M - Stóðu sig temmilega
Áhorfendur: Þó nokkrir foreldrar og strákar létu sjá sig,


Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Danni I og Gunni bakverðir - Jónmundur og Hreiðar Árni miðverðir - Hákon og Anton Helgi á köntunum - Arnar Már og Arnar Páll á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi + Davíð Hafþór, Sindri, Silli, Viktor M, Mikki, Daði Þór, Ágúst Ben, Óskar, Jimmy og Davíð Þór.

Frammistaða:

Kristó: Mjög fínn leikur, traustur og gerði engin mistök.
Danni: Flottur leikur, var mikið í boltanum og varðist vel.
Gunni: Fínn leikur, hefur oft verið virkari samt sem áður.
Jómmi: Klassa leikur, afar traustur í miðverðinum
Hreiðar: Fínn leikur, var að verjast virkilega vel í miðverðinum
Hákon: Ágætur leikur, hefði þó mátt vera örlítið virkari.
Anton: Góður leikur, var að fá boltann út í hornin og þegar hann tekur sig til, getur hann stungið nánast alla af.
Arnar Már: Solid frammistaða á miðjunni, var að dreyfa boltanum vel og vann vel varnarlega.
Arnar Páll: Ótrúlega góðar spyrnur hjá honum, enn þarf að hafa aðeins meiri yfirferð.
Flóki: Mjög fínn leikur, djöflast alltaf og kemst í gegn. Nýtir styrk sem er gott!
Tryggvi: Maður leiksins, vann virkilega vel frammi, gaf varnarmönnum þeirra engan tíma og uppskar með þvi mark.

Davíð H: Mjög fín innkoma, kom sér strax inní leikinn og barðist á fullu.
Sindri: Mjög fín innkoma, sterkur í miðverðinum, heilt yfir mjög gott sumar hjá honum.
Silli: Ágætis leikur, býr fullt í honum, var að láta boltann ganga vel og að verjast vel.
Viktor: Átti fínan leik, hefur þó oft komið meira út úr honum, en ekkert til að kvarta yfir.
Davíð Þ: Berst alltaf vel og kemur með sendingar sem er mjög snjallar. Mjög góður leikur.
Mikki: Er með fína tækni, en þegar kemur að leikjum þarf hann að vera aðeins grimmari, þá erum við að dansa. Ágætis leikur samt sem áður.
Jimmy: Fínn leikur, nú er bara að mæta á æfingur í vetur og þjálfa upp fótboltahæfileikana.
Óskar: Ágætis leikur, þyrfti að taka færri snertingar og láta boltann ganga betur.
Daði: Klassa innkoma, ávallt traustur og kom með öryggi í leik okkar.
Ágúst: Fín innkoma, var að hlaupa sig í svæði og fá boltann þar.

Almennt um leikinn:

Leikurinn byrjaði bara fjörlega og sóttu bæði lið af krafti, kannski aðeins meiri grimmd í Fylkismönnum. Enn já, leikurinn var mjög jafn og bæði lið voru að skapa sér færi, mér fannst við þó vera örlítið betri í fyrri hálfleiknum, við vorum að verjast vel, allir sem lið, sem er mjög jákvætt og vorum einnig að sækja sem lið. Allt saman mjög jákvætt.

Hvorugt lið var kannski að skapa einhver dauðafæri og því kannski sanngjarnt að staðan væri 0-0 í hálfleik. Við hefðum þó klárlega mátt vera beittari þegar við vorum komnir inná þeirra vallarhelming. Það vantar stundum hjá ykkur þennan aukakraft til að stinga gaurinn af, til að ná betra skoti á markið til að vera ekki það þreyttur að geta ekki bakkað í vörn. Enn þá gildir bara eitt, taka vel á því í vetur og koma í hörkuformi í næsta síson.

Við komum svo með talsvert breytt lið til seinni hálfleiks, enda með 10 varamenn! Við vorum soldið lengi að koma okkur inní seinni hálfleikinn, þeir lágu talsvert á okkur sem endaði með því að þeir settu tvö mörk á okkur um miðbik seinni hálfleiksins. Við náðum þó fljótlega að hífa uppum okkur buxurnar og setja smá pessu á þá. Tryggvi kom okkur á bragðið með dugnaði sínum og náði að vinna boltann af varnarmanni Fylkis og fór svo alla leið og skoraði.

Á þessum tímapunkti fórum við að sækja meira og meira og þegar ca. ein mínúta var eftir þá fengum við horn og náðum að pota boltanum inn eftir mikinn barning. Algjör snilld að jafna svona seint í leiknum. Sanngjarnt 2-2 jafntefli var því staðreynd í síðasta leik okkar í íslandsmótinu þetta sumarið. Þetta lið hefur staðið sig mjög vel í sumar, fyrir utan einn leik, á móti FH. En við gleymum honum bara.

Ég segi því takk fyrir viðburðaríkt og gott sumar og komum svo sterkari næsta sumar.

Í einni setningu: Sanngjarnt jafntefli í góðum og jöfnum leik.

- - - - -

3 Comments:

At 2:40 PM, Anonymous Anonymous said...

Ágúst ben skoraði ekki, það var ég !!!!

 
At 1:33 PM, Anonymous Anonymous said...

öss, sorry. við lögum það sem fyrst. .is

 
At 5:23 PM, Anonymous Anonymous said...

sorrý Sindri minn, ég tek þetta klúður algjörlega á mig, að sjálfsögðu skoraðir þú og þessu er hér með breytt.

 

Post a Comment

<< Home