Wednesday, August 09, 2006

Áfram með etta!

Sælir strákar.

Eldra árið er mætt á klakann aftur, Íslandsmótið fer að byrja
á fullu á ný og hlutirnir að verða "back to normal"! Reyndar er stutt í skólabyrjun
en við skulum ekki ræða það hér!!

Á morgun, fimmtudag, keppir eitt eldra árs lið (vonandi búið að jafna sig
eftir ferðalagið heim
) á móti Fjölni upp í Grafarvogi. Og yngra árið mætir
á æfingu eftir vikufrí.

Á föstudaginn eru svo tveir leikir við ÍA á heimavelli.

Gróft plan er sem sé:

Fimmtudagurinn 10.ágúst:

Æfing hjá yngra árinu kl.15.30 - 16.45 á þríhyrningnum (ath: áttum að vera á suðurlandsbrautinni en hún er upptekinn).

Leikur hjá eftirtöldum strákum við Fjölni upp í Grafarvogi (mæting upp í Dalhús kl.16.15) - spilað frá kl.17.00 - 18.15:
Anton - Viktor - Flóki - Arnar Bragi - Gunnar Björn - Arnar Már - Arnar Páll - Davíð Hafþór - Jónmundur - Ágúst Ben - Atli Freyr - Bjarki Þór - Starkaður - Pétur Dan - Óskar - Hreiðar Árni.

Mfl v HK kl.19.00 á Kópavogsvelli.

Föstudagurinn 11.ágúst:

Leikir við ÍA kl.16.00 (A lið) og kl.17.15 (B lið). Liðin tilkynnt seinni partinn á fimmtudag. Frí hjá öðrum.

Laugardagurinn 12.ágúst:

Frí - kíkja niður í bæ í skrúðgöngu!

Sunnudagurinn 13.ágúst:

Mfl v Víkingur Ólafsvík kl.16.00 á Valbirni.

- - - - -

Verið duglegir að láta alla vita. Heyrið í okkur ef það er eitthvað.
Eymi er dottinn í lærdómspakka en kíkir örugglega eitthvað á okkur.
Kiddi verður á öllum stöðum eftir vikufrí - þaggi!

Heyrumst,
ingvi og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home