Leikur v Fjölni!
Jamm.
Á fimmtudaginn var fyrsti leikur okkar eftir pásuna góðu.
Keppt var við Fjölni upp í Grafarvogi. Unnum góðan sigur í miklum
markaleik. Allt um það hér:
- - - - -
Dags: Fimmtudagurinn 10.ágúst 2006
Tími: 17.00 - 18.15.
Völlur: Fjölnisvöllur.
Þróttur 6 - Fjölnir 4.
Staðan í hálfleik: 3-0
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 3-2, 4-2, 4-3, 4-4, 5-4, 6-4.
Maður leiksins: Atli Freyr.
Mörk: Bjarki Þór (32 mín-70 mín) - Flóki (5 mín-58 mín) - Pétur Dan (26 mín) - Atli Freyr (65 mín).
Vallaraðstæður: Toppaðstæður, blautt gras og sléttur völlur.
Dómari: Einn maður í eldri kantinum, en það var rosaleg vinnsla á honum!
Áhorfendur: Innan við 10. Létu samt vel í sér heyra.
Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gunnar Björn og Davíð Hafþór bakverðir - Jónmundur og Viktor miðverðir - Óskar og Starkaður á köntunum - Atli Freyr og Bjarki Þór á miðjunni - Flóki og Pétur Dan frammi + Hreiðar Árni og Arnar Páll.
Frammistaða:
1-Anton: Var öruggur í markinu og það er ekki hægt að kenna honum um neitt mark - fínn leikur.
2-Gunnar Björn: Var mjög góður í bakverðinu og skilaði boltanum ávallt á samherja.
3-Davíð Hafþór: Var góður á kantinum, var að taka menn á og var ávallt líklegur. En hins vegar var hann ekki alveg nógu öruggur í bakverðinum. Fór nokkuð oft úr stöðu og fékk boltann yfir sig.
4-Jónmundur: Átti góðan leik líkt og Viktor í miðverðinum, en hafði getað komið í veg fyrir eitt mark með því að brjóta á leikmanni Fjölnis fyrir utan teig, áður en hann slapp í gegn.
5-Viktor: Góður leikur og var öruggur, en þarf að fara að tala aðeins meira við liðsfélaga sínu og stjórna þeim meira.
6-Óskar: Var duglegur og er búinn að bæta mikið talandann og var því duglegur að tala. Einnig skilaði hann boltanum oftar en ekki vel frá sér.
7-Starkaður: Djöflaðist eins og honum einum er lagið og stóð fyrir sínu. En á að gera meira af því að keyra á bakverði andstæðinganna og sóla þá. Kom alltaf upp hætta þegar hann gerði það.
8-Atli Freyr: Geðveikur leikur. Stjórnaði öllu í kringum sig eins og keisari og kórónaði svo leik sinni með mikilvægu og jafnframt glæsilegu marki.
9-Bjarki Þór: Kom sér í mörg færi, en hafði þurft að nýta fleiri. Samt sem áður góður leikur. Fyrra markið - snilld!
10-Flóki: Var duglegur og kom sér í færi líkt og Bjarki, hefði mátt skora fleiri mörk. Góður leikur samt.
11-Pétur Dan: Góður leikur, var mjög útsjónarsamur og átti margar snilldarsendingar.
13-Hreiðar Árni: Flottur leikur, lét engann sóla sig og lokaði alveg á manninn sinn.
16-Arnar Páll: Mjög góð innkoma, var flottur á miðjunni og var að gefa margar góðar sendingar. Vantaði þó smá uppá vinnsluna hjá honum.
Almennt um leikinn:
Við byrjuðum leikinn vel, komum ákveðnir til leiks og það sást strax að við vorum betra liðið á vellinum.
Vörnin var þétt og við stoppuðum flest alla bolta. Einu skiptin sem við lentum í vandræðum var þegar snöggi framherjinn þeirra náði að stinga sér innfyrir okkur, en eins og við töluðum um, þá á maður bara að eiga nokkra metra á svona snögga stráka.
Við gjörsamlega áttum miðjuna, þar sem Atli átti stórleik sem aftari miðjumaður og Bjarki var ávallt líklegur þegar hann tók á rás. Fyrra markið hans var náttúrulega tær snilld og að sjálfssögðu á hann að gera meira af þessu í framtíðinni.
Framherjarnir okkar voru duglegir að koma sér í færi og uppskárum við eftir því, þar sem Flóki skoraði tvö mörk og Pétur eitt. Þessi mörk komu eftir snöggar sóknir sem enduðu með því að þeir sluppu innfyrir.
Í hálfleik vorum við verðskuldað yfir 3-0 og töluðum við um að halda áfram að spila boltanum svona vel og setja fleiri mörk á þá.
Fjölnismenn komu grimmir inní seinni hálfleikinn og ekki leið á löngu þar til þeir voru komnir inní leikinn og komu mörk þeirra eftir hraðar sóknir og aftur vorum við í vandræðum með snögga framherjan þeirra.
Sem betur fer héldum við áfram og létum þá ekki ná yfirhöndinni í leiknum. Við spiluðum vel líkt og í fyrri hálfleik, en munurinn var sá að í fyrri hálfleik nýttum við færin sem við fengum, en í seinni hálfleik fóru heilmörg færi forgörðum.
Þegar þeir náðu að jafna leikinn í 4-4 fór um mig á hliðarlínunni og var ég stressaður á að við myndum gefa eftir. En sú varð ekki raunin, því þá steig Atli fyrirliði upp og skoraði með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig og eftir það var ekki aftur snúið, við kláruðum leikinn með sjötta markinu rétt fyrir leikslok.
Þegar upp er staðið var þetta flottur baráttusigur, en greinilegt að menn þurfa að fara að æfa sig í að klára færi. Samt sem áður mjög flott að fá 3 stig. Nú er það bara næsti leikur - koma so!
Í einni setningu: Snilldar baráttusigur í skemmtilegum leik.
- - - - -
1 Comments:
Sammála þessum góða penna.
Toppsigur!
Post a Comment
<< Home