Leikir v ÍA!
Jes.
Við kepptum tvo leiki við ÍA á föstudaginn eitt tap og einn sigur.
Jesús hvað við áttum alla veganna að fá eitt stig í viðbót!
en allt um það hér:
- - - - -
Dags: Föstudagurinn 11.ágúst 2006
Tími: 16.00 - 17.15.
Völlur: TBR-völlur.
Þróttur 1 - ÍA 2.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 1-2.
Maður leiksins: Jónas.
Mörk: Danni Ben (34 mín).
Vallaraðstæður: Völlurinn var frekar blautur og leiðinlegur, en veðrið klassi.
Dómari: Kiddi og Rúnar - voru frekar góðir (en aldrei aukaspyrna í lokin!).
Áhorfendur: Fullt af fólki að horfa á, bæði foreldrar og aðrir.
Liðið (4-4-2): Anton - Aron og Kobbi bakverðir - Ingimar og Einar Þór miðverðir - Jónas aftari miðja og Bjarki B fremri miðja - Bjarmi og Ási á köntunum - Danni og Ævar frammi + Snæbjörn, Gulli, Símon og Bjarki Steinn.
Frammistaða:
Anton: Fínn leikur - ekkert sem hann gat gert í markinu - kemur greinilega í fínu formi frá Belgíu!
Aron: Afar "solid allann leikinn - fór í alla bolta og vann þá flesta ef ekki alla.
Kobbi: Klassa leikur - bætir sig með hverjum leiknum.
Ingimar: Fínn leikur - át ÍA mennina hreinlega.
Einar Þór: Góður leikur - vantaði stundum að hreinsa betur.
Jónas: Klassa vinnsla - vann hvern boltann á fætur öðrum - kom honum líka vel frá sér.
Bjarki B: Fannst vanta kraft í návígi, skot og sendingar - en hljóp á milljón allann leikinn.
Bjarmi: Vantaði að fara alla leið og klára með fleiri fyrirgjöfum eða skotum - en annars fínasti leikur.
Ási: Átti í erfiðleikum að losna frá manninum sínum - en djöflaðist vel og var óheppinn að setja ekki eitt mark.
Danni: Var lítið í boltanum og hefur oft verið miklu betri. Kom sér samt í nokkur færi og var óheppinn að skora ekki einu sinni eða tvisvar.
Ævar: Var mikið í boltanum í fyrri hálfleik en náði ekki samt ekki alveg að komast í rétta gírinn. Ágætisleikur samt.
Bjarki Steinn: Hefði mátt koma inn á með meiri kraft - fékk nokkur tækifæri til að klára eða setja menn inn fyrir en var óheppinn.
Símon: Ágætis innkoma - kom sér vel inn í leikinn þennan tíma sem hann fékk.
Gulli: Fín innkoma - tók vel á því í lokinn.
Snæbjörn: Fín innkoma - en óheppinn að halda ekki boltanum í lokin.
Almennt um leikinn:
Hef aldrei verið eins nálægt því að gráta eftir fótboltaleik og í dag! Mikið rosalega var ég reiður að við skyldum ekki fá alla veganna 1 stig eftir allann undirbúninginn, alla baráttuna þessar 70 mínútur og bara, BARA. Sérstaklega þegar við virkilega þurftum á alla veganna einu stigi að halda núna á lokasprettinum.
Ég held að menn hafi bara ekki trúað að við gætum sigrað - held að okkur skortir enn eitthvað sjálfstraust því fótboltalega séð áttum við klassa leik - menn voru á fullu allann leikinn og nánast allir 11 inn á spiluðu á sinni getu. Við fengum fullt af færum en inn vildi boltinn bara ekki.
Mörkin sem við fengum á okkur voru ekki nógu spes - Það fyrra náttúrulega eftir 90 sekúndur. Ég veit ekki hvaða bölvun er á okkur í sambandi við það. Þar komst ÍA maður einn í gegn - sáum ekki mann og bolta og hann kláraði nokkuð örugglega. Spurning hvort upphitunin okkar sé ekki nógu góð - því þetta er þriðji leikurinn (njarðvík + stjarnan) sem við fáum á okkur mark alveg í byrjun. Menn eru greinilega ekki komnir í gírinn þegar flautað er á.
Annað markið kom þegar um 10 mínútur voru eftir, fengum dæmda á okkur vægast sagt vafasama aukaspyrnu sem Snæbjörn nær ekki að halda - við fylgjum ekki nógu vel á eftir og þeir ná að pota boltanum inn. Andstæðingur einn inn í markteig á bara ekki að gerast.
Við djöfluðumst á fullu allann leikinn. Kannski vantaði aðeins kraft undir lok leikins.
Við komum okkur í mörg fín færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við áttum fleiri skot en í síðustu leikjum og vorum almennt mjög agressívir á vellinum. Fórum í allar tæklingar. Við reyndar misstum boltann aðeins of oft - kannski eitthvað vellinum að kenna en þurfum samt að vera agaðri á boltann.
En svona er þetta stundum!
Ég er alveg klár á því að menn gera sér grein fyrir hve mikilvægir síðustu tveir leikirnir eru. Nú þurfum við bara að fara að einblína á næsta leik - ekkert stress - bara hlakka til að mæta ÍR og fá að taka almennilega á því. Við skuldum þeim sko ekki neitt - skuldum okkur aftur á móti tilfinningunni að klára leik og fara heim með 1 eða 3 stig. Við viljum - Við þurfum - Við ætlum og Við skulum.Í einni setningu: Góður og mikill baráttuleikur sem skilaði okkur því miður engu.
- - - - -
Dags: Föstudagurinn 11.ágúst 2006
Tími: 18.15 - 19.30.
Völlur: TBR-völlur.
Þróttur 7 - ÍA 1.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0, 7-1.
Maður leiksins: Arnar Kári / Árni Freyr.
Mörk: Árni Freyr (15 mín - 17 mín - 48 mín - 65 mín) - Gulli (26 mín (víti)) - Anton Sverrir (57 mín - 63 mín).
Vallaraðstæður: Völlurinn var frekar blautur og leiðinlegur, en veðrið klassi.
Dómari: José og Arnar Þór - bara þokkalegir.
Áhorfendur: Nokkkuð margir að horfa - vantaði samt nokkra foreldra.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Nonni og Valli bakverðir - Arnar Kári og Gummi miðverðir - Stebbi og Símon á kantinum - Arnþór og Bjarki Steinn á miðjunni - Árni Freyr og Gulli frammi + Kristó, Tryggvi, Tolli og Anton Sverrir.
Frammistaða:
Nonni: Virkilega solid frammistaða, leysti bakvörðinn og miðjuna mjög vel.
Valli: Einnig mjög traust frammistaða, gerði sig ekki sekann um mistök.
Arnar Kári: Klassa leikur, stjórnaði vörninni og seik ekki feilspor, vann þessa ósýnilegu vinnu svo á miðjunni.
Gummi: Klassa leikur, fljótari en allir sóknarmenn ÍA og stoppaði margar sóknirnar.
Stebbi: F'inn leikur, hefur þó oft verið hættulegri en ekkert til að kvarta yfir.
Símon: Fínasti leikur, tók fyrri hálfleikinn og leysti kantinn vel.
Arnþór: Klassa leikur á miðjunni, eins og venjulega var hann að splundra vörninni með klassa sendingum.
Bjarki Steinn: Fínn leikur, hefði þó mátt vera "aggressívari".
Árni Freyr: Virkilega góður leikur, klárar flest sín færi sem er náttúrulega gríðarlega mikilvægt.
Gulli: Mjög fínn leikur, náði að setjann og var alltaf að berjast.
Kristó: Traust innkoma, var solid í vörninni.
Tryggvi: Fín innkoma, mætti þó vera meira í spilinu og vantar smá sprengikraft.
Tolli: Svaðalegt að hann náði ekki að setja þrennu. Fara æfa sig í að klára færi takk fyrir. En toppleikur.
Anton Sverrir: Mjög fínn leikur. Sennilega markheppnasti gaurinn í liðinu, ótrúlega gott að hafa slíka menn í liðinu. Vann vel og var að leika boltanum vel.
Almennt um leikinn:
Brilliant sigur. Aldrei hætta að við myndum ekki klára þetta - ef við hefðum spilað svona og klárað Stjörnuleikinn og Fylkisleikinn betur þá værum við í 2 - 3 sæti í riðlinum!
Leikurinn byrjaði frekar rólega af okkar hálfu, við vorum ekki að ná að taka boltann niður og spila á næsta mann. En um leið og við fórum að gera það áttu skagamenn ekki séns. Einfaldasta leiðin að reyna vinna fótboltaleik er að sparka boltanum fram og láta framherjana hlaupa á eftir honum, en sú aðferð er ekki sú besta. Að láta boltann ganga á milli manna er allt í senn, mun erfiðara (þar sem allir þurfa að hreyfa sig án bolta), flottara og árangursríkara. Ef að við höldum áfram að spila þannig þá getum við náð langt. Eins og ég segi, þegar við fórum í það að spila almennilegan bolta þá fengum við góð færi, náðum að setja 3 í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 3-0
Í seinni hálfleik vorum við spila aðeins betri bolta og náðum fljótlega að setja fjórða markið. Eftir það vorum sumir kannski soldið latir og voru ekki að skila sér til baka á fullu, en skiluðu sér þó. Við fengum mörg virkilega góð færi og hefðum hæglega getað sett fleiri en 4 mörk í seinni hálfleik.
Skagamenn náðu sjaldan að skapa sér einhver færi að ráði, fengu reyndar tvö fín færi, í annað skiptið varði Snæbjörn vel og í hitt skiptið skoruðu þeir sitt mark. Að mínu mati er algjör óþarfi að fá á sig mark á móti liði sem maður skorar 7 á.
Enn já, 7-1 sigur og við greinilega komnir aftur á ról, það sýnir sig best að við unnum þennan leik 7-1 og í raun hefði þetta getað farið mun stærra. Klassa leikur hjá langflestum, nú klárum við svo síðustu tvo og ekkert kjaftæði.
Í einni setningu: Öruggur sigur sem kemur okkur vonandi á bragðið núna í lok mótsins.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home