Thursday, August 17, 2006

Rvk Maraþonið!

Sælir.

Hefði átt að koma með þetta fyrir löngu - en vona að menn
hafi eitthvað kíkt á þetta - og jafnvel einhverjir skráð sig!

En planið er sem sé að hlaupa 10 km í Rvk maraþoninu núna
á laugardaginn kemur. Menn skrá sig með því að fara inn á
www.glitnir.is og þar á forsíðunni stendur "skrá sig" - er frekar
einfalt. Ég held að þar sem við ætlum að fara í 10 km tímatöku, fá
bol og flögu til að mæla tímann, þá kosti þetta 2500kr. Ég veit - frekar
dýrt - en hlaupið sjálft styrkir svo góð málefni með hluta af ágóðanum.

Hlaupið okkar byrjar kl.09.40 - þannig að við ætlum að hittast fyrir
framan Sævar Karl á bankastræti/laugarveginum kl.09.20 (verið tímanlega).
Eftir hlaup ætlum við svo að skella okkur í Sundhöllina (getum geymt sunddótið
á sérstökum stað) og taka góðan pott. Allt ætti svo að vera búið um kl.12.30.

Á föstudaginn sækir fólk bolinn sinn og tímaflöguna sína - held að það sé milli
kl.19.00 og 21.00.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Ingvi, Eymi og Kiddi.

- - - - -

4 Comments:

At 11:51 AM, Anonymous Anonymous said...

Hvar er Egill Bjé??

 
At 7:50 PM, Anonymous Anonymous said...

Útskriftarferð í Búlgaríu.

 
At 8:03 PM, Anonymous Anonymous said...

ég er að fara í sumarbústað um helgina en hvenar á ég að keppa +á föstudagin.? kveðja með sinnepi osti og sultu étinn af hamstri .Danni Ö.

 
At 10:17 PM, Anonymous Anonymous said...

Hvenar fáum við errea buksurnar?

 

Post a Comment

<< Home