Leikur v Gróttu!
Jess.
Það var einn leikur síðasta föstudag v Gróttu.
Klassa sigur - allt um hann hér:
- - - - -
Dags: Föstudagurinn 18.ágúst 2006
Tími: 17.00 - 18.30.
Völlur: TBR völlur.
Þróttur 5 - Grótta 1.
Staðan í hálfleik: 2-0
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 4-1, 5-1.
Maður leiksins: Jómmi.
Mörk: Flóki, Danni I, Ágúst Ben 2, Sindri
Vallaraðstæður: Völlurinn einkar slappur en veðrið gott.
Dómari: Jose og Óli, stóðu sig sæmilega. Voru mikið fyrir að dæma rangstöður.
Áhorfendur: Afar fáir, sennilega fleiri gróttu foreldrar en Þróttara foreldrar
Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Jónmundur og Hreiðar Árni miðverðir - Viktor og Sindri bakverðir - Anton Helgi og Mikael Páll á köntunum - Arnar Páll og Danni I á miðjunni - Flóki og Davíð Þór frammi + Emil Sölvi - Daði Þór - Viktor jr - Ágúst Ben - Davíð Hafþór - Hákon.
Frammistaða:
Orri: Mjög fín frammistaða, öruggur í öllum sínum aðgerðum og gat ekkert gert í markinu.
Jómmi: Toppleikur, afar öruggur í hjarta varnarinnar.
Hreiðar: Einnig mjög gjóður leikur, myndaði sterkt miðvarðapar með Jómma
Viktor: Fínn leikur, traustur varnarlega, vantaði kannski aðeins uppá sóknartaktana, en það kemur.
Sindri: Klassa leikur, stóð fyrir sínu varnarlega og náði svo að setja'nn glæsilega með góðu skoti.
Anton: Fínasti leikur, býr samt meira í honum. Þegar hann tekur sig til, þá er hann virkilega skeinuhættur.
Mikael: Fínn leikur, mjög traustur varnarlega en hefði viljað sjá hann meira áberandi í sóknarleiknum.
Arnar Páll: Ágætur leikur, alltaf með klassaspyrnur og skapar þannig hættu. Vill samt oft detta í fullmikla leti.
Danni: Fín frammistaða, barðist vel og var mikið í boltanum
Flóki: Toppleikur, hefði getað sett sjö mörk, en jákvæði punkturinn er að hann kom sér í öll þessi færi.
Dabbi: Fínn leikur, var að ógna vel og stakk boltanum oft vel á Flóka og út á kantana.
Emil: Fín innkoma, hans besti leikur í sumar. Kom sér í eitt dauðfæri en náði því miður ekki að setjann.
Daði: Topp innkoma, kom inná miðjuna og var mikið í boltanum, jafnt varnarlega sem sóknarlega.
Viktor: Mjög góð innkoma, kom með hraða og sprengikraft í leikinn. Hefði mátt setja'nn
Ágúst: Klassa innkoma. Kom og sýndi Flóka hvernig ætti að klára færi (ekki fúll Flóki :D).
Dabbi H: Fín innkoma, kom sér strax inní leikinn og vann vel.
Almennt um leikinn:
Jemm jemm. Þetta var klassa sigur hjá okkur á slökum TBR vellinum. Leikurinn byrjaði eins og flestir fótboltaleikir, bæði lið að þreifa fyrir sér, en við náðum þó fljótlega tökum á leiknum og gáfum tóninn um það sem koma skildi. Við tókum náttúrulega fljótlega eftir því að Grótta var ekki með varamenn og við ákváðum því að nota okkur það og keyra upp hraðann og taka vel á því.
Það bar árangur, við náðum að stinga á Flóka sem notaði styrk sinn og hraða til að komast í gegn. Ég hef ekki tölu yfir öll þau dauðafæri sem við fengum í leiknum. Það er nottla gríðarlega jákvætt að skapa sér öll þessi færi, en að sama skapi áhyggju efni að nýta færin ekki betur en raun varð. Enn já, eins og ég segi við stjórnuðum algjörlega leiknum og náðum aðeins að setja tvö mörk í fyrri hálfleik, Flóki eftir að hafa komist einn einn fyrir og Danni eftir horn. 2-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var afar svipaður og fyrri hálfleikur. Við sóttum og sóttum og sköpuðum okkur færi, enn mörg hver fóru í súginn. Sindri náði þó að setja'nn með góðu skoti fyrir utan snemma í hálfleiknum og eftir það var sigurinn alltaf öruggur. Ágúst kom inná og komst einn í gegn í nokkur skipti og kláraði tvö þeirra. Vörnin okkar stoppaði nánast allt sem Gróttu menn komu með, nema tvisvar, þá áttu Gróttumenn dauðfæri og nýttu annað þeirra.
Semsagt, topp leikur hjá flestum og góður sigur.
Í einni setningu: Klassa sigur sem hefði mátt vera mun stærri
- - - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home