Restin af vikunni!
Sælir strákar.
Hvað er að frétta með:
- markið hjá kallinum!
- að ljóðið hafi ekki verið tekið í gær!
- Anton með rauða!
- nýju skóna!
- tuðið í ævari!
Alla veganna - Restin af vikunni verður þá svona,
Vona að allt sé í orden - Ætlum að byrja hálftíma fyrr
á morgnanna (ef ske kynni að æfingarnar myndu dragast á langinn):
Mið 5.júlí:
- Eldra ár: "Powerade æfing" kl.9.30 á Suðurlandsbraut. Fótboltagolf og nettur 11 v 11 leikur. Koma með powarade (eða 180 kr).
- Yngra ár: "Sparkvallaræfing" - mæting kl.13.00 niður í Þrótt í dóti, á hjóli og með hjálm. Takið líka með ykkur sund dót ef ske kynni, og 300kr fyrir sundi og einhverju gúffi. Allt búið um kl.16.00.
Fim 6.júlí:
- Frí hjá öllum.
Fös 7.júlí:
- Æfing kl.9.30 á Suðurlandsbraut.
- 1 leikur v FH kl.17.00 á heimavelli.
Laug 8.júlí:
Hópferð á Þróttur - Milwall kl.15.00 á Valbjarnarvelli. Mæting kl.14.45 við anddyrið. Koma með smá penge í sjoppuna :-)
- - - - -
Allt verður svo auglýst betur í vikunni.
Ok sör.
Þjálfarar
9 Comments:
Skil nu ekki hvað þið eruð að bulla með að ég tuði :D
Er sparkvöllur gras eða malbik
Gervigras.
hehee ævar ég er nú bara nokkuð sammála þér þessar æfingar þanna bara út í hött ha? sérstaklega þanna með snerta hælanu ehhe kv Anton S
Til Hamingju, Anton S og Tuði, þið hafið unnið ykkur inn Eymelti að eigin vali, möguleikarnir sem ykkur bjóðast eru:
- Klíp á hinum ýmsu stöðum ásamt léttu vangaklappi í viku
- Hné í læri á næstu þremur æfingum (bæði læri í senn)
- Bolt í haus, þetta er möguleikinn sem Jónas valdi á Laugarvatni
jó. powarade á línuna ef eymi mætir á réttum tíma á fyrri æfinguna!!! aight. .is
Á maður að mæta í legglífum og gervigrasskóm eða takkaskóm
Tek hné í læri.. Þá eru nú lappirnar minar dauðar fyrir fullt og allt.
eymi er svo steiktur naungi
Post a Comment
<< Home