Friday, July 07, 2006

Leikur v FH!

Jó.

Fyrsti sigurleikur okkar í þónokkurn tíma. Flottur leikur
á TBR velli - fínt að fara í helgarfrí með 3 stig á bakinu. En
allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: föstudagurinn 7. júlí 2006
Tími: 17:00 - 18.20.
Völlur: TBR völlur.

Þróttur 7 - FH 2.
Staðan í hálfleik: 2-0
Gangur leiksins: 1-0. 2-0, 3-0, 3-1, 4-1, 5-1, 6-1, 7-1, 7-2

Maður leiksins: Arnar Bragi
Mörk: Arnar Bragi 4 - Flóki - Anton Sverrir og Úlli

Vallaraðstæður: Völlurinn temmilegur, fínt veður fyrir þá sem voru að spila, en soldið kalt fyrir þá sem voru á hliðarlínunni.
Dómari: Dóri og Sindri, sluppu sossum, eru samt engir Eymi og Ingvi!

Liðið (4-4-2): (Starki) Kristó í markinu - Sindri og Daði í bakvörðunum - Tumi og Úlli í miðverðinum - Atli Freyr (f) og Arnar Bragi á köntunum - Stefán Tómas og Bjarki Þór á miðjunni - Flóki og Anton Sverrir frammi + Starki - Tryggvi - Jóel og Davíð Þór.

Frammistaða:

Kristó: Stóð sig almennt vel, var alltaf mættur í "sweepið". Missti boltann reyndar tvisvar, og í annað kostaði það mark. En heilt yfir fínasta frammistaða.
Sindri: Fín frammistaða, var duglegur að vinna tæklingar og skilaði bolta fint frá sér, þarf kannski að vera aðeins duglegri frammá við.
Daði: Einnig mjög góð frammistaða, var öruggur allan tímann og skilaði bolta vel í spil, þar samt eins og Sindri að vera aðeins öflugri frammá við, koma sér í svæði og sonna.
Tumi: Topp leikur, ekki nokkur maður sem nær að stinga hann af, var að staðsetja sig almennt vel og stoppa sóknir FH-inga.
Úlli: Mjög góður fyrri hálfleikur, vann vel en þarf að komast í betra leikform
Atli Freyr: Alveg fanta fínn leikur, var að vinna eins og óð kona! Vann vel til baka og alltaf hættulegur, klárlega maður leiksins ásamt Arnari Braga.
Arnar Bragi: Var fínn á kantinum en eftir að hann fór fram héldu honum engin bönd, stakk alla af og setti fernu í leiknum!
Stefán Tómas: Fínn leikur, náði samt aldrei að sýna sitt rétta andlit enda fór hann útaf snemma vegna meiðsla.
Bjarki Þór: Fínn leikur, vann vel til baka og skapaði með góðum sendingum
Flóki: Alveg topp leikur, var alltaf ógnandi með góðum hlaupum og dugnaði. Náði svo að setja gott mark.
Anton Sverrir: Mjög góður leikur, bæði frammi og á miðjunni. Stóð alveg fyrir sínu.
Tryggvi: Kom sterkur inní senterinn og svo seinna í bakvörðinn. Þyrfti að vera aðeins duglegri að losa sig frá varnarmönnum hins liðsins, var of oft bara hjá FH-ing.
Starki: Hélt hreinu fyrstu fimm í markinu! En svo kom hann sterkur inn í vörnina, það sem hann þyrfti helst að bæta er skallatækni.
Jóel: Fín innkoma, vann sæmilega en átti það til að gleyma sér framarlega á vellinum
Davíð Þór: Fín leikur, tók á því á kantinum og ógnaði alltaf vel. Skilaði bolta vel frá sér.

Almennt um leikinn:

Loksins sigur og flottur leikur af okkar hálfu. Þetta byrjaði nú allt saman rólega, þ.e. jafnræði var á með liðunum en fljótlega tókum við nú öll völd á vellinum. Í fyrri háfleik vorum við reyndar rólegir í markaskorun, skoruðum "bara" tvö mörk, sem bæði voru mjög fín, en við hefðum auðveldlega getað sett fleiri. Á tímabili í fyrri hálfleik voru þeir þó næstum því búnir að komast inní leikinn en Kristó í markinu var mættur.

Staðan 2-0 í hálfleik og við töluðum um að nýta betur völlinn, þ.e. fara betur útá kantana, hreinsa betur frá og fara uppi skallabolta (sem að margir virðast forðast eins og heitann eldinn, og það í öllum liðunum okkar).

Snemma í seinni hálfleik náðum við að klára þá algjörlega með því að komast í 3-0, og 4-1. Eftir það var ekki til í dæminu að við myndum missa þetta niður. Þannig á þetta að vera ALLTAF, smá "killer instinct", klára hitt liðið þannig að þeir missi allt sjálfstraust og allt þor. Mörkin tvö sem við fengum á okkur voru bæði af ódýrari gerðinni og við verðum nottla að passa að detta í eitthvað kæruleysi þó að við séum tveimur mörkum yfir. Verðum að passa að halda svoleiðis mistökum í lágmarki. Á móti öðru liði, eða á öðrum degi geta svona mistök kostað okkur sigur.

Arnar Bragi var að stinga alla af eins og antílópa og setti fjögur. Annars áttu flestir skínandi góðann leik og var allt annað að sjá til liðsins. Flottur 7-2 sigur og nú byggjum við á þessu. Málið dautt

Í einni setningu: Öruggur og góður sigur (loksins).

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home