Monday, July 03, 2006

Leikur v Fylki!

Hey.

Það var einn leikur við Fylki á þriðjudag. Hefðum átt að
gera miklu betur, enda komnir alla leið upp í sveit og misstum
af undanúrslitaleik á HM í þokkabót! En allt um það hér:

- - - - -

Dags: Þriðjudagurinn 4.júlí 2006.
Tími: kl.20.00 - 21.15.
Völlur: Fylkisgervigras.

Þróttur 1 - Fylkir 5.
Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 1-4, 1-5.

Maður leiksins: Tumi.
Mörk: Snæbjörn (26 mín).

Vallaraðstæður: Klassa veður í fyrri hálfleik en svo rigndi eins og hellt væri úr fötu. En völlurinn góður.
Dómari: Einn dómari sem var allt í lagi, soldið skrýtnar ákvarðanir á köflum!

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Sindri og Gunnar Björn bakverðir - Tumi og Jónmundur bakverðir - Matthías og Arnar Páll á köntunum - Arnar Kári og Viktor á miðjunni - Snæbjörn og Pétur Dan frammi + Davíð Hafþór, Stefán Karl, Jakob Fannar, Emil Sölvi, Hákon, Starkaður, Viktor, Flóki og Ágúst Ben.

Frammistaða:

Orri: Varði oft vel - þarf að ná aðeins betra sambandi við vörnina sína.
Sindri: Fínn leikur en hefði mátt vera aðeins grimmari í maður á mann.
Gunni: Á fullu allann tímann, en þarf að passa að fá ekki boltann yfir sig þegar andstæðingur er að sækja.
Tumi: Afar duglegir og stöðvaði hverja sóknina á fætur annarri.
Jónmundur: Var ekki alveg klár í byrjun leiks, vantaði smá power og að garga á hina í vörninni. En komst svo betur inn í leikinn.
Matti: Hefði mátt halda sig betur út á kantinum, en var á fullu og barðist vel.
Arnar Páll: Fann sig ekki alveg nógu vel úti á kantinum, en átti samt nokkra fína spretti.
Arnar Kári: Duglegur - vann afar vel á miðjunni.
Viktor: Vann vel varnarlega en hefði mátt gera meira á þeirra þriðjungi, skjóta meira.
Snæbjörn: Fínir sprettir og fínt mark. Óheppin að skora ekki annað.
Pétur Dan: Ágætis leikur - mikið í boltanum - vantaði bara að klára.

Stefán Karl: Ágætis innkoma, þarf bara að komast í betra leikform.
Davíð Hafþór: Góður leikur, hefði mátt sækja meira á kantinum.
Emil Sölvi: Vantaði að finna samherja betur í lappir, en samt fín innkoma.
Flóki: Fín innkoma, átti fullt af sprettum og óheppinn að komast ekki alla leið og klára með marki.
Ágúst Ben: Ágætis leikur - vantaði bara að koma framar á völlinn (ásamt öllu liðinu) - og setja meira á fylkismennina.
Jakob Fannar: Stjórnaði vörninni vel í seinni - tók vel á því.
Starki: Hélt stöðunni ekki alveg nógu vel, en var sterkur og vann öll návígi.
Hákon: Fín innkoma - bætir sig með hverjum leiknum.
Viktor: Fyrsti leikur á stórum velli - djöflaðist vel og á eftir að koma sterkur inn í sumar.

Almennt um leikinn:

Eins og svo oft áður strákar þá töpuðum fyrir liði sem var afar svipað að getu og við - og það með fjögurra marka mun!

Kannski var einhvern óheppni í gangi að vera 3-0 undir þegar um 22 mín voru liðnar. Við áttum að gera miklu betur, bæði í vörn og sókn. Varnarlínan okkar var allt of framarlega og verðum við að passa að bakka og halda þegar það á við, en ekki rjúka og missa manninn kannski einn í gegn. Það verður að vera á hreinu að þið náið boltanum þegar þið ákveðið að rjúka í manninn. 1-2 klaufamörk staðreynd.

Eins erum við ekki nógu góðir að beina þeim í átt að samherja. Vísa þeim inn að miðju þar sem við eigum að vinna boltann og hefja snögga sókn.
Við vorum líka klaufar að nýta ekki Snæbjörn og Flóka betur - báðir eldsnöggir og vantaði bara herslumunin nokkrum sinnum að ná ekki að skora fleiri mörk. En inn á milli kom fínt spil og yfirleitt alltaf þegar boltanum var spilað vítt upp kantinn þar sem mesta plássið var.

Við börðumst svo sem ágætlega en það vantaði samt neistann hjá okkur að vilja til að klára dæmið og vinna leikinn. við berum allt of mikla virðingu fyrir andstæðingnum.

Þið funduð að þetta var jafn og ágætlega skemmtilegur leikur. Þið funduð að við náðum vel að breyta vörn í sókn og sækja á þá. En aftur móti verðum við að vera agaðri og við megum ekki fá okkur 4 mörk í einum hálfleik. Það er alltaf of mikið, og allt of erfitt að fara að breyta því í seinni hálfleik.

Við þjálfararnir verðum líka að fara að skipuleggja okkur betur varðandi liðið, ég veit að það er alltaf of mikið að hafa 9 skiptimenn, menn fá ekki alveg nógu mikið út úr leiknum, sem og það getur haft áhrif á gang mála að vera að skipta of mikið. En er samt ánægður með þá sem kepptu á þriðjudag - klárum næsta leik betur.


- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home