Leikir v Aftureldingu!
Heyja.
6 stig í hús á miðvikudaginn. yfirburðir í báðum leikjum og loksins
sýndu allir leikmenn sitt rétt andlit. allt um það hér:
- - - - -
Dags: Miðvikudagurinn 19. júlí 2006
Tími: 17:00 - 18.20.
Völlur: Varmárvöllur.
Þróttur 2 - Afturelding 0.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0.
Maður leiksins: Anton / Árni Freyr / Aron Ellert.
Mörk: Árni Freyr (13 mín) - Ævar Hrafn (69 mín).
Vallaraðstæður: Völlurinn náttúrulega geggjaður og veðrið þvílíkt gott.
Dómari: Dómaratríóið slapp alveg þrátt fyrir ungan aldur!
Áhorfendur: Nánast allir foreldrar á staðnum og í góðum fíling.
Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gylfi og Kobbi bakverðir - Ingimar og Aron miðverðir - Jónas og Ævar Hrafn á miðjunni - Bjarki Steinn og Bjarmi á köntunum - Danni Ben og Árni frammi + Bjarki B, Ási og Snæbjörn Valur.

Frammistaða:
Anton: Varði á köflum alveg ótrúlega og tekur hann það alveg á sig að við vorum 1-0 yfir þegar hann fór út af. Vantar stundum að fara út í suma bolta á milljón.
Gylfi: Fínn leikur í heild en missti stundum manninn sinn í gegn. Lét soldið ýta sér, sem á ekki að gerast þar sem hann er einn sterkasti maður liðsins. En annars duglegur og kom oft upp með í sókninni, sem er eitthvað sem við þurfum að gera meira af með bakverðina.
Ingimar: Fyrsti leikur í langan tíma, en kom ekki að sök - átti brilliant leik og hélt þeirra starkasta manni niðri. Myndaði klassa dúó með Aroni.
Aron: Einn besti maður vallarins. Las leikinn vel og kom öllu burtu þegar það þurfti. Hefði mátt tala aðeins meira - en hann og Ingimar smullu vel saman í miðverðinum.
Kobbi: Búinn að standa sig afar vel með B liðinu í sumar - og kláraði þetta verkefni með vinstri! Klassa leikur.
Jónas: Afar duglegur á miðjunni og alltaf á milljón - fínn talandi og klassa barátta. Vantaði stundum að fara upp í skallabolta.
Ævar Hrafn: Hefði mátt setjann aðeins fyrr svo þjálfarinn fengu ekki taugaáfall á linunni! En góður leikur - sérstaklega frammi í lokin. Gerði sig fríann trekk í trekk og óheppinn að skora ekki annað mark.
Bjarmi: Enn og aftur fínn leikur - og snilldar hornspyrnur, sem við áttum að nýta betur. Má svo koma sér meira í skotfæri.
Bjarki Steinn: Góðir leikur og sýndi meiri grimmd en áður. Tók samt soldin tíma að komast inn í leikinn í byrjun - og hefði mátt setjann í einum deddaranum.
Danni: Afar duglegur og alltaf hættulegur. Lagði upp bæði mörkin. Vantaði að skýla boltanum aðeins betur á köflum - og nýta sér þríhyrninga með hinum í liðinu (sem þurfa stundum að koma fyrr í aðstoð).
Árni: Á fullu allann leikinn og fór í alla bolta. Snilldar mark - einn besti leikur sumarsins.
Bjarki B: Snilldar innkoma - besti leikur hans í sumar. Kom sér vel inn í leikinn, átti mörk skot að marki og ertað grínast hvað það hefði verið ljúft að skora með skalla á í seinni hálfleik.
Ási: Afar góður leikur á miðjunni - var sterkur og hélt boltanum vel. Vantaði stundum aðeins betri lokasendingu inn fyrir.
Snæbjörn: Góð innkoma. Aldrei hætta og hélt örugglega hreinu.
Almennt um leikinn:
Ertað grínast hvað ég er sáttur við þennan sigur. Tek á mig stressið á línunni - vona að það hafi ekki truflað neinn. Við áttum náttúrulega að gera út af við leikinn miklu fyrr, þótt markið hjá Ævari hafi vissulega verið nett.
Var soldið hræddur að Booot Campið hefði verið á röngum tíma og að menn myndu mæta stirðir og asnalegir. En sem betur fer var svo ekki.
Við kláruðum aðalmarkmiðið okkar: að fá ekki á okkur mark í byrjun - en byrjuðum samt aðeins of aftarlega þannig að Aftureldingarmenn sóttu nokkuð mikið á okkur í byrjun. En við stóðumst það afar vel og sóttum alltaf meira og meira þanngað til Árni kláraði dæmið eftir gott skot frá Danna - afar vel fylgt á eftir.
Við náðum svo stjórninni á leiknum um miðjan fyrri hálfleikin og héldum henni þanngað til í lokin.
Það sem hefði líka mátt vera betra er að halda bilinu á milli varnar og sóknar - það má helst ekki vera lengra en 9 metrar. ef það klikkar þá myndast of mikið pláss fyrir andstæðingin til að sækja. Eins vantaði að vinna fleiri skallabolta á miðjunni - við vorum of ragir að fara upp í þá og alla veganna trufla andstæðingin.
Við vorum kannski of mikið að reyna að senda sóknarmennina í gegn. hefðum getað fundið Jónas og Ævar meira í lappirnar og segja þeim að snúa. En þetta lagaðist í seinni hálfleik og gerðist það afar oft að við fengum boltann á miðjunni og hófum sókn. reyndar vantaði aðeins að næstu sendingar væu betri.
Við fengum náttúrulega gommu af færum í seinni hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki alla veganna 2-3 mörk. Hefði Bjarki ekki fengið sér snickers kvöldið áður hefði hann skorað með skalla. En við erum alla veganna að koma okkur í þessi færi og er það jákvætt. og auðvitað lauk þessu öllu með marki nr.2. Við gáfum svo ekkert eftir í vörninni og niðurstaðan eftir því.
Nú einbeitum við okkur bara af Rey-Cup og utanlandsferðinni okkar. og komum svo sterkir til leiks í ágúst og stöndum okkur á móti ÍA, ÍR og HK.
Í einni setningu: Gríðarlega mikilvæg 3 stig í yfirburðaleik.
- - - - -
Dags: Miðvikudagurinn 19. júlí 2006
Tími: 18.20 - 19.30.
Völlur: Varmárvöllur.
Þróttur 10 - Afturelding 1.
Staðan í hálfleik: 5 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 4-1, 5-1, 6-1, 7-1, 8-1, 9-1, 10-1.
Maður leiksins: Gulli.
Mörk: Gulli 4 (3 mín, 14 mín, 24 mín, 55 mín) - Arnar Bragi 2 (28 mín, 32 mín) - Anton Sverrir (40 mín) - Símon 2 (46 mín, 49 mín) - Kristján Einar (66 mín).
Vallaraðstæður: Völlurinn þvílíkt góður og ekki hægt að biðja um betra veður.
Dómari: Tveir dómarar sem stóðu sig bara frekar vel.
Áhorfendur: Um 11 foreldrar upp í stúku.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Valli og Nonni bakverðir - Arnar Kári og Úlli miðverðir - Stebbi og Símon á köntunum - Arnþór Ari og Diddi á miðjunni - Gulli og Arnar Bragi frammi + Bjarki Þór, Tolli, Anton Sverrir, Jóel og Krssi.

Eymi tekur etta á sig - náðum ekki mynd af liðinu - en náðum samt klassa mynd af meiðslaplögginu okkar.
Sjúkrataskann að koma gríðarlega sterk inn :-)
Frammistaða:
Snæbjörn Valur: Allt til fyrirmyndar - gat lítið gert við markinu þeirra.
Úlli: Var óhepppinn að meiðast á fyrstu mínútunum - verður vonandi klár fyrir Rey-Cup.
Arnar Kári: Gríðarlega sterkur og vann alla bolta. og getur greinilega verið í hvaða stöðu sem er.
Valli: Afar öruggur í bakverðinum - fínn leikur.
Nonni: Algjörlega gallalaus leikur - afar sterkur í vörninni - klassa lína ásamt Adda, Valla og Tolla.
Stebbi: Fínn leikur - vantaði herslumunin að komast í gegn sjálfur og setjann. En skilaði boltanum vel frá sér og vann vel.
Símon: Klassa leikur og klassa tvö mörk. Duglegur að koma sér í færin.
Arnþór Ari: Átti miðjuna algjörlega ásamt Didda. Var líka duglegur að stinga sér sjálfur. Klassa leikur (en mínus fyrir leiðindin á þriðjudag).
Diddi: Átti miðjuna algjörlega ásamt Arnþóri. Skilaði boltanum vel frá sér - og setti eitt flott mark.
Gulli: Í miklu stuði og kláraði leikinn eiginlega sjálfur í byrjun. Ekki allir sem skora fernu í leik (önnur fernan í sumar minnir mig).
Arnar Bragi: Afar sterkur frammi og stakk andstæðingana af trekk í trekk. Setti tvö og átti að fá víti og rautt spjald á varnarmann einu sinni.
Bjarki Þór: Stóð fyrir sínu á miðjunni - vann flesta bolta og kom ágætlega með í sóknina.
Jóel: Góður leikur - vantaði kannski aðeins meiri kraft - hefði átt að setjann í einum deddaranum.
Anton Sverrir: Fín innkoma - var mikið í boltanum og skapði alltaf hættu. Smá totti á köflum en setti fínt mark.
Tolli: Kom snemma inn á og kláraði dæmið. Afar öruggur með Arnar sér við hlið.
nr.19 - Krissi: Fínasta innkoma - gerði allt vel og hélt hreinu.
Almennt um leikinn:
Af ótta við annað snapp þá kláruðum við þennan leik strax í byrjun!! segi svona - okkur leið greinilega vel á Varmárvelli og náðum að skora strax á 3 mínútu. Héldum svo áfram og eiginlega klárðum leikinn á næstu mínútum. Settum á þá þrjú mörk, áður en þeir náðu að svara með einu - þá fengum við boltann yfir okkur og þeirra maður slapp einn í gegn og setti hann. En náðum að setja eitt í viðbót fyrir hlé.
Vörnin var afar sterk allann tímann og maður var aldrei hræddur um að þeir myndu gera eitthvað við okkar mark. Allir vel á tánum og á undan í alla bolta.
Við sóttum frekar mikið á þá - og náðum að skora nokkur afar góð mörk. Kannski soldið kærulausir á köflum - en það getur gerst þegar mótstaðan er lítil. Við hefðum mátt draga okkur betur út á línu og hafa meiri breidd.
Við vorum alltaf í frímerkinu miðsvæðis. þótt það hafi gengið vel að þessu sinni.
Lítið annað að segja en að við vorum miklu betri í öllum leiknum. Afturelding gafst eiginlega upp fljótlega og við riðum á vaðið. Gaman að sjá okkar menn njóta sín inn á vellinum.
Liðið er að slíppast vel saman - en nú tekur við Rey-Cup og svo eru 3 leikir eftir í ágúst. ok sör.
Í einni setningu: Loksins öruggur sigur eftir 3 tæpa tapleiki.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home