Fimmtudagurinn 20.júlí!

Sælir strákar.
Afsakið hvað þetta kemur seint. Vona samt að þetta skili sér til allra.
Dagurinn í dag (fimmtudagur) verður svona hjá okkur:
- Eldra ár: Frí/chill/vinna!
- Yngra ár: Hjólaferð + bolti + sund + gúff: Já, ekkert væl þótt þið þurfið að skella ykkur á hjólið aftur - Það er mæting kl.13.00 niður í Þrótt á nettu hjóli og með hjálm (engar afsakanir anton). Takið líka með ykkur sund dót, 500 kr og mætið í íþróttafötum. Leiðin verður nett og sparkvöllurinn súper. Komnir aftur um kl.16.30.
- - - - -
Allt um leikina þrjá í þessari viku fer alveg að detta inn. Náttúrulega 3 sigurleikir
sem við getum verið virkilega sáttir með. Við erum líka þokkalega ánæðir með flokkinn
í heild. -Hérna- eru myndir úr Aftureldingar leikjunum (væri frekar svalt að fá myndir úr öllum
leikjum svona).
Kiddi, Egill og 2.fl duttu út í gær í 8 liða úrslitum í bikarnum. Spiluðu massa vel en töpuðu í vítaspyrnukeppni :-( Nóg um það!!
Annars er rúm slétt vika í Rey-Cup. Allt að vera klárt (gistingin, hópurinn, vinna foreldra ofl). Við hittumst svo aftur á morgun, föstudag, tökum svo helgarfrí - en undirbúum okkur loks fyrir mótið á mánudag og þriðjudag.
Nóg í bili.
Sjáumst,
Ingvi og co.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home