Námskeið!!
Sælir strákar.
Í næstu viku ætlar Þróttur að bjóða upp á knattspyrnunámskeið fyrir stráka
og stelpur fædd ´92 og ´93.
Senisa Valdimar Kekic (Keli) kemur til liðs við knattspyrnuskólann og mun hann bjóða upp á vikunámsskeið frá kl: 9:00 til 11:00.
Lögð verður áhersla á tækniæfingar, en einnig verða keppnir o.fl.
Námskeiðið hefst sem sé á mánudaginn kemur: 10. júlí í Þróttaraheimilinu.
Verð er kr. 4.000,- og er skráning hjá: knattspyrnuskoli@trottur.is
Við munum æfa um kl.16.00 þessa viku þannig að það verða ekki árekstrar.
Endilega spáið í þessu. Alveg upplagt til að bæta sig í boltanum og að læra eitthvað nýtt.
- - - - -
3 Comments:
Þetta er snilld
Eiga markmenn eitthvað erindi þangað eða er þetta bara hugsað fyrir útileikmenn?
námskeiðið kannski helst hugsað fyrir útileikmenn en þeir markmenn sem vilja fá meiri æfingu hafa pottþétt gott af því að kíkja. .is
Post a Comment
<< Home