Thursday, July 06, 2006

Námskeið!!

Sælir strákar.

Í næstu viku ætlar Þróttur að bjóða upp á knattspyrnunámskeið fyrir stráka
og stelpur fædd ´92 og ´93.

Senisa Valdimar Kekic (Keli) kemur til liðs við knattspyrnuskólann og mun hann bjóða upp á vikunámsskeið frá kl: 9:00 til 11:00.

Lögð verður áhersla á tækniæfingar, en einnig verða keppnir o.fl.

Námskeiðið hefst sem sé á mánudaginn kemur: 10. júlí í Þróttaraheimilinu.
Verð er kr. 4.000,- og er skráning hjá: knattspyrnuskoli@trottur.is

Við munum æfa um kl.16.00 þessa viku þannig að það verða ekki árekstrar.
Endilega spáið í þessu. Alveg upplagt til að bæta sig í boltanum og að læra eitthvað nýtt.

- - - - -

3 Comments:

At 3:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Þetta er snilld

 
At 5:09 PM, Anonymous Anonymous said...

Eiga markmenn eitthvað erindi þangað eða er þetta bara hugsað fyrir útileikmenn?

 
At 12:32 AM, Anonymous Anonymous said...

námskeiðið kannski helst hugsað fyrir útileikmenn en þeir markmenn sem vilja fá meiri æfingu hafa pottþétt gott af því að kíkja. .is

 

Post a Comment

<< Home