Leikur v Víking!
Heyja.
Einn leikur á mánudaginn var - við Víkinga á útivelli. Flottur
leikur og flott mörk. Allt um leikinn hér:
- - - - -
Dags: Mánudagurinn 17. júlí 2006
Tími: 19:00 - 20.20.
Völlur: Víkingsvöllur.
Þróttur 6 - Víkingur 2.
Staðan í hálfleik: 4 - 1
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 3-1, 4-1, 5-1, 6-1, 6-2.
Maður leiksins: Flóki.
Mörk: Flóki 3 - Tryggvi (víti) - Davíð Hafþór - Ágúst Ben.
Vallaraðstæður: Völlurinn frekar slæmur - en veðrið algjör klassi.
Dómari: Eymi (ekki sáttur) og aðstoðarþjálfari Víkinga í fyrri - 2.fl gaur í Víking í seinni.
Áhorfendur: Fjölmargir foreldrar létu sjá sig (+ gulli á camerunni og jóel (sem var með læti).
Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Gunni og Davíð Hafþór bakverðir - Jómundur og Valgeir Daði miðverðir - Arnar Már og Arnar Páll á miðjunni - Atli Freyr og Ágúst Ben á köntunum - Tryggvi og Flóki frammi + Stefán Karl, Sindri, Mikael Páll og Danni I.
Frammistaða:
Kristó: Góður leikur - afar góður að koma út í langa bolta andstæðingsins. Hefði mátt vera betur á tánum í markinu og á síðustu sekúndu leiksins!! Líka kraftur í honum þegar hann kom út í lokin.
Gunni: Góður leikur - barðist vel og var mikið í boltanum. Vantar kannski aðeins að bæta löngu boltana inn fyrir á sóknarmennina.
Dabbi: Fínn leikur og snilldar mark. Þarf samt að vera aðeins grimmari að fá boltann og keyra á mennina.
Jónmundur: Yfirburðarmaður í liðinu í dag. Allt til fyrirmyndar.
Valli: Fyrsti official leikurinn með fjórða flokki Þróttar. Byrjaði með fínum leik og snilld að fá hann aftur í liðið.
Arnar Már: Fyrsti leikur í langan tíma - en stóð sig afar vel. Átti miðjuna með nafna sínum.
Arnar Páll: Afar góður leikur - átti miðjuna með nafna sínum - labbaði í gegnum víkingana og átti margar fínar sendingar inn fyrir.
Atli Freyr: Flottur leikur - mikið í boltanum og lét vel heyra í sér. Þarf núna að koma sér í 100% leikform og þá er hann í góðum málum.
Ágúst Ben: Fín innkoma í senterinn og fínt mark. Mætti vera aðeins grimmari.
Flóki: Þrenna - er hægt að biðja um meira.
Tryggvi: Afar duglegur að koma sér í færi - Snöggur í gegn en óheppinn/klaufi að klára ekki betur.
Stefán Karl: Fínn leikur - varði oft vel og skilaði boltanum betur frá sér en áður.
Sindri: Klassa leikur í miðverðinum - las leikinn afar vel og stoppaði sóknir Víkings fljótt og örugglega.
Mikael Páll: Fín innkoma - öruggur í bakverðinum og las leikinn vel.
Danni I: Fyrsti leikur sumarsins - en góður leikur á kantinum. Barðist vel og kom oft með sendingar í gegn. Hefði mátt fara oftar sjálfur.
Almennt um leikinn:
Flottur leikur hjá okkur í kvöld. Slökuðum eiginlega aldrei á og hleyptum andstæðingnum aldrei inni í leikinn (eins og við gerum svo oft). Í staðinn kláruðum við þá alveg og niðurstaðan öruggur sigur.
Komumst í 1-0 og svo fljótlega 2-0 og eiginlega bara eitt lið á vellinum. En fengum svo á okkur afar ódýrt mark, beint úr hornspyrnu. Eitthvað sem á eiginlega ekki að gerast, sérstaklega þar sem boltinn skoppaði einu sinni eða tvisvar áður en hann fór inn í markið! Þeir menn sem taka stöngina og það svæði verða að klára þessa bolta.
En við settum bara í hærri gír og sóttum á þá af krafti. Við áttum miðjuna skuldlaust og vorum duglegir að setja sóknarmennina okkar og kantmenn í gegn. Þetta gekk miklu betur en oft áður. Við vorum eiginlega klaufar að skora ekki fleiri mörk en staðan 4-1 í hálfleik.
Leikurinn róaðist svo aðeins í seinni hálfleik. við vorum ekki eins akressífir fram á við. Þeir sóttu aðeins í sig veðrið en við náðum eiginlega alltaf að ráða fram úr því. Samt vantaði aðeins að varnarlínan talaði meir og stjórnaði hvor öðrum betur. Við þurfum líka að passa að skera ekki línurnar, þ.e. að bakvörður fari fram fyrir kantmann. Förum betur í það fljótlega.
Víkingar náðu að skora eitt mark, sem okkur sýndist leka inn. Við settum samt tvö á móti og lokastaðan 6-2 okkur í vil. Erum nú búnir að vinna tvö leiki í röð, og alls 4 leiki. En tapa 3 og svo eitt jafntefli. Þurfum svo að gera betur á móti KR og Fylki í ágúst (eftir Rey-Cup og ferð eldra ársins út).
Fullt af mönnum að standa sig í dag - menn að taka vel á því og þannig þarf það alltaf að vera.
Klassa sigur.
Í einni setningu: Öruggur og góður sigur á útivellli, sem segir okkur að við eigum að vera ofarlega í riðlinum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home