Þriðjudagurinn 18.júlí!
Sælir strákar.
Það er þrennt að gerast á morgun, þriðjudag:
- Leikmenn:
Það er Boot Camp æfing hjá öllum flokknum - mæting rétt fyrir kl.15.00 niður í Þróttaraheimili (vonandi geta sumir strákar á eldra ári fengið að fara aðeins fyrr úr vinnunni). Við finnum okkur svo völl til að vera á. Þetta kostar 300kr og verður búið rétt um kl.16.30. Best að mæta í góðum íþróttaskóm.
- Foreldrar:
Foreldrafundur 4.flokks karla vegna Rey-Cup!
Fundurinn verður haldinn kl. 5 á morgun, þriðjudag í hátíðarsal Þróttar. Á fundinum verður skipt niður verkefnum 4. flokks vegna Reycup. Þátttökugjald einstaklings á Reycup er 15.000kr. - athugið að 20 tíma þátttaka foreldris gefur 7.500 krónu afslátt af
þátttökugjaldi einstaklings á Reycup.
Við sjáumst vonandi sem flest og látið endilega vita ef þið sjáið
ykkur ekki fært að mæta en ætlið samt að taka þátt Reycup.
Fyrir hönd foreldraráðsins,
Mási
- Allir:
Þróttur - Haukar í mfl kl.20.00 á Valbirni. Þvílíkt mikilvægur leikur. Vonandi látiði sjá ykkur.
Og boltasækjarar klárir (á réttum tíma).
- - - - -
Heyrið svo í okkur ef það er eitthvað.
kv.
Ingvi og co.
6 Comments:
Hæhæ..
Mig langaði bara að vita hvort að ég væri ekki alveg örugglega skráður á Rey-Cup..!
hér með ertu alveg bókaður (en fékk aldrei miða með undirskrift foreldra þinna!!) passar það næst! kv, ingvi
hvenar kemur eitthvað um danmerkurferðina ?
Á maður að taka takkaskóna með?
Kv Tumi
þú ræður þvi alveg. .is
ingvi ég er að drepast í löppinni eftir leikin í gær og síðan er ég að drepast í hælnum
Kv Arnar Már
Post a Comment
<< Home