Leikir v Fylki - Haustmót!
Fyrstu leikirnir í Haustmótinu staðreynd. Öttum kappi við Fylkismenn á gervigrasinu okkar í gær - mjög svekkjandi og í raun afar ósanngjarnt að ná ekki neinu stigi í gær. En allt um leikina hér:
- - - - -
- Hvaða leikur: A lið v Fylki í Haustmótinu.
Dags: Sunnudagurinn 12.október 2008.
Tími: kl.12.20 - 13.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómarar: Rabbi og Sindri - bara nokkuð góðir.
Aðstæður: Frekar kalt í í dag og grasið okkar eins og það er!
- Hvaða leikur: B lið v Fylki í Haustmótinu.
Dags: Sunnudagurinn 12.október 2008.
Tími: kl.12.20 - 13.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómarar: Viggi og Rúnar K - áttu frekar góðan dag.
Aðstæður: Aðeins farið að hlýna en völlurinn enn harður (og flottur)!
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Lokastaða: 1 - 4.
Mörk:
Maður leiksins: Árni Þór.
Liðið: Kristófer í markinu - Pétur Jóhann og Ólafur Guðni bakverðir - Birkir Örn og Árni Þór miðverðir - Arnar og Gauti á köntunum - Daníel L og Aron Br á miðjunni - Stefán Pétur og Brynjar frammi. Varamenn: Breki - Bjarni Pétur og Jón Kaldal.
Almennt um leikinn: Þurfum aðeins og fara yfir hlutverk leikmanna í ákveðnum stöðum td.
hlaupaleiðir, sendingarleiðir og hvaða kosti eiga að vera í boði þegar að boltinn er á ákveðnum stöðum á vellinum. Þurfum að fara yfir færslur á liðinu þegar að við erum ekki með boltann og einnig þegar að við erum með boltann.
Hugtök eins og breidd og þrengja er eitthvað sem að við verðum að skoða betur. En samt sem áður sköpuðum við okkur færi sem að við hefðum átt að nýta, þannig að fullt að góðum hlutum líka. Viljugir strákar sem að verður auðvelt að vinna með til þess að bæta leik okkar til hins betra.
- Hvaða leikur: C lið v Fylki í Haustmótinu.
Dags: Sunnudagurinn 12.október 2008.
Tími: kl.13.40 - 14.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómarar: Kallinn tók etta sóló - bara temmilega flottur (fyrir utan eina hugsanlega rangstöðu).
Aðstæður: Orðið aðeins hlýrra en völlurinn sami!
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Lokastaða: 0 - 1.
Maður leiksins: Viktor Snær.
Liðið: Kristófer í markinu - Ýmir og Þorkell bakverðir - Viktor Snær og Hörður Gautur miðverðir - Siggi KR og Daníel Þór á köntunum - Bjarni og Nonni á miðjunni - Breki og Andrés Uggi frammi. Varamenn: Sölvi - Kári - Sigurður þór - Logi - Nizzar - Kristjón - Pétur - Sigurjón og Benjamín.
Almennt um leikinn: Í heildina ótrúlega flottur leikur hjá okkur - við vorum allann tímann vel á tánum. Engin á hælunum eða á hálfum hraða. Við héldum stöðunum okkar afar vel - létum boltann rúlla frekar vel. Tókum kannski stundum vitlausar ákvarðanir en engar alvitlausar
Fyrir Tedda parta var þetta mjög góður leikur og það kom honum á óvart hvað þið spiluðu vel, því að hérna voru bara strákar að spila sinn fyrsta leik í 11 manna boltanum. En þrátt fyrir það þá var eins og þið hefðuð ekkert gert annað en að spila 11 manna bolta. Flott hjá ykkur og þarna sjáum við hversu gott starf er unnið í yngri flokkunum hjá Þrótti. Það verður auðvelt að vinna með svona strákum sem að hafa greinilega mikla fóboltagreind yfir að ráða.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home