Wednesday, October 22, 2008

Leikur v Víking - Haustmót!

Jamm.

Við áttum einn leik v Víking í kvöld - aðstæður vægast sagt skrautlegar. Völlurinn á kafi í snjó og 8 mættir á réttum tíma! En við kláruðum dæmið, feitur plús á marga leikmenn en smá mínus á suma að láta ekki vita af sér! En allt um leikinn hér:

- - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Víking í Haustmótinu.

Dags: Miðvikudagurinn 22.október 2008.
Tími: kl.19.00 - 20.15
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Dómarar:
Einhver dómari frá Víking tók etta sóló og var ekkert út á hann að setja.
Aðstæður: "Pjúra" íslenskar aðstæður! Frekar mikill snjór yfir öllu grasinu og "pínku" kalt.

Staðan í hálfleik:
3 - 1.
Lokastaða: 5 - 1.

Maður leiksins:
Daníel L.
Mörk: Páll (6 mín) - Brynjar (21 mín) - Björn (34 mín) - Brynjar (40 mín) - Árni Þór (62 mín).

Liðið: Kristófer í markinu - Viktor Snær og Bjarni Pétur bakverðir - Daníel L og Árni Þór miðverðir - Breki og Andrés Uggi á köntunum - Páll og Arnar á miðjunni - Brynjar og Björn frammi. Varamenn: Birkir Örn og Ólafur Guðni.

Frammistaða: Reyndi ekki mikið á Kristó í markinu en stóð vaktina afar örugglega. Vörnin var flott - Viktor varla með feilspor, Bjarni bjargaði okkur í fyrri og átti fínan leik. Daníel og Árni með topp leik í miðverðinum (árni tók reyndar miðvörð/miðju/sókn á etta í sumum sóknum). Andrés og Breki komust vel frá leiknum - hefðu mátt koma meira inn á miðjuna til að sækja boltann. Páll og Arnar áttu miðjuna og Brynjar og Björn hættulegir frammi. Vantaði smá sprengikraft í Björn stundum. Birkir og Óli redduðu okkur svo alveg með að koma í seinni, og áttu líka fínan leik.

Almennt um leikinn: Við áttum leikinn skuldlaust - vorum með boltann meiri hlutann af öllum leiknum - Víkingarnar voru hættulegastir þegar við vorum komnir með of marga leikmenn fram og misstum boltann klaufalega.

Völlurinn var náttúrulega ekki alveg eins og hann á að sér að vera en ég hrósa ykkur mikið fyrir að leysa það upp á 10 - menn voru meðvitaðir um þetta og voru varkárir og vönduðu sendingar þótt þær hefðu mátt vera fastari við og við.

Við fórum aðeins út úr stöðunum okkar og vorum stundum aðeins of framarlega með vörnina. Stundum tókum við of margar snertingar og ætluðum okkur um of á þeirra þriðjungi.

En "over all" þá rúlllaði boltinn vel og rétt - menn voru held ég allir á fullum hraða út allann leikinn, fóru hart í alla bolta. Reyndar stundum of hart eins og í markmanninn þeirra tvisvar, pössum það næst. En annars klassa sigur og þrjú stig í höfn.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home