Sunday, October 12, 2008

Mán!

Sælir strákar.


Og takk fyrir daginn í gær. Ótrúlegt að pepp diskurinn minn hafi ekki skila neinu stigi í hús í gær - Greinilegt að einhvern annar kemur með tónlistina næst!

  • En svona án gríns þá stóðum við okkur vel í gær - fengum á okkur mark í A liðs leiknum þegar 10 sek voru eftir og töpum leiknum 2-3. Hörku leikur.

  • Erum algjörlega inn í B liðs leiknum í fyrri og staðan jöfn í hálfleik. Dettum svo aðeins niður en komumst aftur inn í leikinn í 1-2 stöðunni. Slökum aftur á og lokatölur 1-4.

  • Loks eigum við fanta góðan leik í C - nánast allir að keppa sinn fyrsta leik á stórum velli en alls ekki að sjá. Spurning hvort að (ágætur) dómari leiksins hefði átt að dæma rangstöðu í eina marki leiksins! En við hefðum samt átt að klára okkur færi betur og ná alla veganna stigi!
Nánari skýrsla um leikina kemur í kvöld - en annars er það bara létt æfing í dag, mánudag:

- Yngra ár - Gervigrasið - kl.16.40 - 18.00.

- Eldra ár - Gervigrasið - kl.18.00 - 19.20.

Powerade/sláarkeppni í lokin, ásamt ferskum og nýjum teygjum :-)
Sjáumst ferskir,
Ingvi og Teddi

- - - - -

5 Comments:

At 2:09 PM, Anonymous Anonymous said...

Mér líst bara vel á powerade keppnina:D

-Björn

 
At 3:19 PM, Anonymous Anonymous said...

verst fyrir ykkur að ég vinn hana alltaf. hef ekki klikkað á slánni síðan í febrúar!

 
At 10:00 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég kemst ekki á æfingar það sem eftir er af þessari viku.Á morgun fer ég á handb. æf. sem er á sama tíma og fótb.Síðan er skólinn að fara í ferðlag á miðvikud og til fimmtud. Á föstudag erum við í handboltanum að fara til Akureyrar að keppa.
-AronBjarnason

 
At 10:10 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég kemst ekki á æfingu á mrg því ég er að fara í afmæli :''D og svo er skólaferðalag. En ég kemst á föstudaginn:D

 
At 10:11 PM, Blogger Unknown said...

-
Björn:D

Þetta var ég að comenta:P

 

Post a Comment

<< Home