Sunday, October 26, 2008

Leikir v Leikni - Haustmót!

Ó já.

Við kepptum tvo leiki v Leikni í gær, mánudag. Áttum báða leikina, fyrir utan smá kæruleysi í fyrri leiknum. En niðurstaðan tveir sigrar - allt um það hér:

- - - - -
  • Hvaða leikur: A lið v Leikni í Haustmótinu.

Dags: Mánudagurinn 26.október 2008.
Tími: kl.12.00 - 13.15
Völlur: Framgervigras.

Dómarar: Kallinn tók etta, veikur og ómögulegur - reyndar með tvo afar netta línuverði með sér. Vil svo benda mönnum á að ég er ekki týpan sem dæmir víti þegar það er bolti í hönd (nema þegar boltinn er á leið inn í markið) en hendi í bolta er annað mál.

Aðstæður: Völlurinn náttúrulega geggjaður - en kuldinn var aðeins of mikill!

Staðan í hálfleik: 4 - 1.

Lokastaða: 6 - 5.

Maður leiksins: Birkir Már - Daði.

Mörk: Sveinn (2) - Aron Bj. - Jón Konráð (2) - Daði.

Liðið: Hörður í markinu - Árni Þór og Anton Orri bakverðir - Þorsteinn og Birkir miðverðir - Jovan aftastur á miðjunni - Aron Bj og Jón Konráð á köntunum - Njörður og Daði á miðjunni - Sveinn Andri einn frammi. Varamenn: Daníel L, Elvar Örn og Arnar.

Frammistaða: Flestir voru að spila á fullri getu, en sem lið klikkuðum við aðeins í smá tíma í seinni. Daði var virkilegra öflugur í dag, sem og Jón Konráð. Sveinn var að allann tímann og setti tvö snilldar mörk. Vörnin í heildina traust með Birki á þeirra sentar allann leikinn.

Almennt um leikinn: Eftir að hafa komist í 5 - 1 og verið mun betri aðilinn í öllum leiknum, getur maður ekki verið annað í ósáttur með að fá svo á okkur 4 mörk, tvö með skömmu millibili á 40 mín og tvö með skömmu millibili alveg undir lok seinni hálfleiks (67 mín) og að lenda í einhverju stressi allra síðustu mínúturnar! Held að sami maðurinn hjá þeim skoraði síðustu þrjú mörkin, og allt eftir nett kæruleysi hjá okkur. Kláruðum ekki manninn okkar alla leið eða vorum ekki nógu þéttir aftast.

Við sóttum rosalega hratt á þá í byrjun og rúlluðu Daði og Jón Konráð í gegnum þá eins og drekka vatn. Sveinn kláraði sín færi fáránlega vel og setti fyrstu tvö.

Sveinn, Aron Bj og Elvar Örn tóku "pirraða gaurinn" á etta oftar en einu sinni á meðan (að ég held) engin annar í báðum liðum sagði "múkk", hvorki við dómarana né andstæðingana. Auðvitað má segja eitthvað og ég skil að menn verða pirraðir - en þetta getur skemmt gríðarlega fyrir ykkur, truflað einbeitingu og aðalmarkmið ykkar í leiknum: að þið eða félagar ykkar skori mark og að við vinnum leikinn.

En við vitum að það býr meira í ykkur strákar, hefðum átt að vinna þennan leik mun öruggara, en sigur engu að síður. Klárum svo KR í síðasta leiknum.

- - - - -
  • Hvaða leikur: B lið v Leikni - Æfingaleikur.

Dags: Mánudagurinn 26.október 2008.
Tími: kl.13.20 - 14.35.
Völlur: Framgervigras.

Dómarar: Teddi tók leikinn ásamt Tryggva og Sindra í 3.flokki. Var flottur þótt hann hafi ekki toppað dómara A leiksins!

Aðstæður: Sama og áðan, reyndar orðið kaldara ef eitthvað er.

Staðan í hálfleik: 5 - 2.

Lokastaða: 10 - 2.

Maður leiksins: Páll Ársæll.

Mörk: Elvar Örn (2) - Arnar - Björn - Daníel Þór (2) - Brynjar - Aron Br (2) - Jón Kaldal.

Liðið: Kristófer Karl í markinu - Birkir Örn og Hörður Gautur bakverðir - Daníel L og Páll miðverðir - Aron Br og Breki á köntunum - Elvar Örn og Arnar á miðjunni - Björn Sigþór og Brynjar frammi. Varamenn: Daníel Þór, Jón Kaldal, Ólafur Guðni, Pétur Ólafur og Viktor Snær.

Frammistaða: Frekar erfitt að velja mann leiksins í dag, menn flestir á fullu og áttu Leiknismenn ekki roð í okkur. Páll tóku sjötíu og stjórnaði vörninni afar vel. Kristófer flottur í markinu - og fín innkoma hjá varamönnum.

Almennt um leikinn: Gerðum nákvæmlega það sem talað var um - að byrja á krafti, vinna fyrstu tæklinguna, fyrsta skallaboltann og vera á undan að skora (naturlich). Og gerðum allt þetta - settum fyrstu þrjú mörkin og sýndum Leiknismönnum hvað koma skyldi!

Veit ekki hvort við þorðum ekki að tækla stúlkuna í þeirra liða eða hvað, en við fengum á okkur tvö mörk ódýr mörk. Annað þar sem við vorum klaufar að hreinsa, og hitt þar sem við misstum hana inn fyrir okkur. Annars vorum við frekar öruggir tilbaka og vörnin öll að koma til eftir Fylkisleikinn fyrsta.

Eins og Teddi talaði um þá sá maður lítið af Aroni í fyrri hálfleik, eins vantaði meiri keyrslu í Björn og Brynjar. En allt miklu betra í seinni hálfleik.

Menn kláruðu sín færi vel, duttu ekki í neitt kæruleysi í lokin og niðurstaðan örugg þrjú stig :-) Þessi leikur var reyndar ekki í haustmótinu - en við eigum svo ÍR og KR eftir - klárum þá báða takk.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home