Leikur v Fylki2 - Haustmót!
Yess.
Einn leikur í gær, laugardag. Við sigruðum lánlausa Fylkismenn stórt á snjóþöktu gervigrasinu. Með mikilli ákveðni kláruðum við eiginlega dæmið á fyrstu mínútunum - en allt um leikinn hér:
- - - -
- Hvaða leikur: C lið v Fylki2 í Haustmótinu.
Dags: Laugardagurinn 25.október 2008.
Tími: kl.11.40 - 12.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Dómarar: Oddur og Dabbi í 2.fl mættu sprækir - og voru massíft traustir.
Aðstæður: Aftur "Pjúra" íslenskar aðstæður! Frekar mikill snjór yfir öllu grasinu, smá sleipt og "pínku" kalt.
Staðan í hálfleik: 7 - 0.
Lokastaða: 15 - 0.
Maður leiksins: Sigurður Þór.
Mörk: Sigurður Þór (5) - Andrés Uggi (3) - Sigurður S (3) - Nonni (2) - Daníel Þór - Björn Sigþór.
Liðið: Kristófer í markinu - Logi og Ýmir bakverðir - Hörður Gautur og Viktor Snær miðverðir - Andrés Uggi og Bjarni Pétur á köntunum - Nonni og Daníel Þór á miðjunni - Siggi Þór fremstur á miðjunni - Björn Sigþór einn frammi. Varamenn: Kári - Kristjón - Nizzar - Sigurður S - Þorkell - Sölvi - Marteinn Þór.
Frammistaða: Eiginlega allir áttu mjög góðan leik í dag - "Siggarnir" voru í miklum markaham, ásamt Andrési. Allir notuðu sinn tíma vel og uppskáru eftir því.
Almennt um leikinn: Við byrjuðum leikinn náttúrulega af krafti og vorum búnir að setja mark strax á fimmtu mínútu - þetta hefur gríðarlega mikið að segja. Við héldum áfram að pressa og náðum öllum undirtökum - bættum við nokkrum mjög góðum mörkum. Við þetta slökuðu Fylkismenn á og við gengum á lagið.
Boltinn gekk nokkuð vel hjá okkur en oftar en ekki sóttum við upp miðjuna í stað þess að láta boltann út á kant. Við vorum nokkuð oft rangstæðir en alltaf var það samt frekar tæpt.
Lítið reyndi á markverðina okkar sem voru þó vel á tánum og gerðu allt rétt.
Lítið var um fyrirgjafir og hættuleg horn en aðstæður höfðu held ég eitthvað að segja hér.
Í heildina góður leikur - veit samt að það er skemmtilegra að spila jafnari leiki, þótt Fylkismenn hafi alveg staðið í okkur á köflum. Við hefðum kannski átt að hvíla nokkra lykilmenn, sem eru virkilega að sýna okkur að þeir eiga þokkalega heima í B liðinu :-)
Annað: Það sem hefði mest mátt laga var betri einbeiting inn í klefa fyrir leik - það vantaði líka aðeins meiri aga í upphituninni. Yfirleitt eru mörk inn á vellinum fyrir leiki og þarf ekki að segja mönnum að þau verða að víkja áður en leikurinn hefst - veit að það er pirrandi. Langflestir eru í rauðum upphitunargalla en enn eiga nokkrir eftir að græja það! Og loks fékk um helmingur sturtusekt!!
2 Comments:
það eru jú foreldrarnir sem pressa okkur og bíða eftir okkur. Þeir voru orðnir kaldir inn að beini og vildu komast heim. ;-o( Engin sturta fyrir mig að þeirri ástæðu .
allt í góðu. og sammála - held að allir hafi viljað bruna heim í heitt bað :-)
Post a Comment
<< Home