Mið!
Sælir meistarar!
Nokkuð nett í gær - veðrið í lagi og boltar á svæðinu (reyndar ekki nógu spes). Eitt stórt mark komið - allt að gerast!
Flestir ættu að að vera komnir með æfingatöfluna - hún tekur reyndar ekki gildi fyrr en á föstudaginn, þannig að í dag, miðvikudag, æfa allir (á sömu tímum og á mán og í gær):
- Mið - Æfing - Yngra ár - Gervigras - kl.17.00 - 18.20.
- Mið - Æfing - Eldra ár - Gervigras - kl.18.00 - 19.20.
En í næstu viku myndi yngra árið vera í fríi á miðvikudögum! Við minnum líka á að það er ekkert mál að mæta á eina æfingu með yngri í viku, og öfugt - ef eitthvað rekst á.
Líf og fjör í kvöld (pétur á yngra skuldar auka hring fyrir bloggmóðgunina í gær, og ég stóð elvar á eldra að snúðáti í frímó áðan, það eru lágmark 2 auka hringir).
Sjáumst í kvöld,
Ingvi og Teddi
- - - - -
2 Comments:
Gaman að sjá hvað menn eru jákvæðir :-) á æfingunum, höldum því áfram og einnig að leggja sig 100 % fram.
Því að þið vitið að það er undir ykkur komið hversu góður leikmaður ÞÚ ætlar að vera.
Ein spurning til ykkar. Hvort er ég eða Ingvi stærri ?
Áfram Þróttur
heyr heyr. en ég skil ekki að kallinn skulir minnast á þetta, þar sem ég er alla veganna 20 cm stærri - Ég er hinn fullkomna stærð: 1.80m :-) .is
Post a Comment
<< Home