Friday, October 03, 2008

Helgin + mán!

Sælir meistarar!

Fyrsta æfingin á árinu tókst bara nokkuð vel - Samt vantaði bæði nýja aðalþjálfarann, nýja aðstoðarþjálfarann, þónokkuð marga leikmenn og góða veðrið :-)

En við tókum vel á því - það mættu 16 leikmenn á yngra ári og 13 leikmenn á eldra ári. Allir heilir þrátt fyrir nokkrar tæklingar (árni á eldra fékk reyndar rauða fyrir tæklingu á kallinn). Ég byrjaði á andlitsmyndum auk þess að ná nokkrum öðrum nettum.

En það er helgarfrí - höfum það bara gott og byrjum á fullu á mánudaginn:

- Æfing - Yngra ár (7.bekkur) - Gervigras - kl.17.00 - 18.15.

- Æfing - Eldra ár (8.bekkur) - Gervigras - kl.18.00 - 19.15.

Verið massa duglegir að láta það berast til þeirra sem komust ekki í dag.
Við höfum svo viku til að gera okkur klára fyrir Haustmótið.

Vonum að snjórinn verði farinn.
Teddi verður á báðum æfingum á mán, og ég píni Eystein að gera boltana klára :-)

Heyrumst,
Ingvi og Teddi.





- - - - - -

2 Comments:

At 3:14 PM, Anonymous Anonymous said...

klárlega rauða á þessa tæklingu hjá sigga! .is

 
At 7:09 PM, Anonymous Anonymous said...

auðvitað !!!!

 

Post a Comment

<< Home