Leikir v Leikni - Haustmót!
Jeps.
Þriðji og síðasti leikurinn v Leikni var háður upp í Breiðholti í gær, miðvikudag. Menn mættu þvílíkt klárir til leiks og var spilaður sóknarbolti af bestu gerð. Nokkuð öruggur sigur staðreynd, allt um hann hér:
- - - - -
- Hvaða leikur: C lið v Leikni í Haustmótinu.
Dags: Miðvikudagurinn 28.október 2008.
Tími: kl.17.00 - 18.15
Völlur: Leiknisgervigras.
Dómarar: Oddur og Villi - fáránlega "perfect" leikur.
Aðstæður: Völlurinn náttúrulega geggjaður - ný svört korn og læti. Og hitinn bara fínn.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Lokastaða: 5 - 0.
Maður leiksins: Siggi S.
Mörk: Siggi KR - Daníel Þór (2) - Bjarni Pétur - Nizzar.
Liðið: Kári í markinu - Logi og Kristjón bakverðir - Ýmir og Þorkell miðverðir - Siggi S og Daníel Þór á köntunum - Viktor Snær og Bjarni Pétur á miðjunni - Sigurður Þór fyrir framan miðjuna og Andrés fremstur. Varamenn: Sölvi, Nizzar, Pétur og Marteinn Þór.
Frammistaða: Menn voru allir að standa sig virkilega vel. Vörnin var afar traust (þrátt fyrir slakan töflufund fyrir leik)! Miðjan var líka öflug, Viktor kom vel út á miðmiðju, Siggi Þór virkilega duglegur að losa sig, vantar aðeins að garga meira á boltann. Nánast allt gekk upp hjá Sigga S (fyrir utan að klára 2-3 deddara). Daníel kominn með 4 mörk í tveimur leikjum. Og innkoman hjá öllum var flott.
Almennt um leikinn: Það var eiginlega unun að horfa á leikinn á köflum hjá okkur - menn voru virkilega á tánum í vörninni, létu engan komast fram hjá sér, vantaði kannski að halda línu á köflum og menn voru komnir full framarlega á köflum, en sakaði ekki.
Við létum boltann rúlla frekar vel, sérstaklega voru flottar sendingar á sigga á hægri kantinn. Þegar við vorum komnir að vítateignum þeirra vorum við farnir að spila of þröngt. Einnig fannst mér aðeins of margar sendingar fara forgörðum - því mér finnst við of góðir að klikka á einföldum sendingum á lausa menn (sérstaklega á svona góðu grasi!)
Hornin voru nokkuð góð, vantaði samt skipulag frá mér, það kemur næst. Áttum fullt af góðum fyrirgjöfum sem margar sköpuðu hættu.
Mörkin voru virkilega flott, sérstaklega fyrsta og annað. Hin audda góð líka.
Það var lítið að gera hjá Kára í markinu - gott fyrir okkur en audda leiðinlegt fyrir hann.
Í heildina klassa leikur - virkilega flott fyrir okkur að sjá hvað við eigum marga góða leikmenn. Við eigum KR næst á laugardaginn. Mætum eins gíraðir þá og fáum annan góðan leik :-)
2 Comments:
flottir
:)
hjá hvor sigga voru flottar sendingar upp hægri kant
Post a Comment
<< Home