Wednesday, October 29, 2008

Fim!

Sælir kjappar.

Við áttum þvílíkt flottann leik áðan v Leikni - tókum þá 5-0 með fimm frábærum mörkum. Þau hefðu getað verið fleiri hefði markmaður Leiknismanna ekki átt leik aldarinnar! 12 mættu svo á fína æfingu hjá Tedda (þónokkrir í fermingarleyfi, sem er löglegasta leyfið í ár :-)

Samkvæmt plani er frí á morgun, fimmtudag. En okkur býðst að skella okkur á kvennalandsleikinn, sem er v Íra kl.18.00 á Laugardalsvelli. Þvílíkt mikilvægur leikur hjá stelpunum og væri snilld ef þeir sem eru lausir myndi mæta og hvetja þær til sigurs. Ég veit að fleiri flokkar í Þrótti ætla að fjölmenn. Við tökum á móti mönnum kl.17.30 með miða, en gott væri að fá smess eða comment um hverjir ætla að koma.

Annars er helgarplanið svona:

Fös 31.okt: B liðs leikur v ÍR + æfing hjá öðrum.
Laug 1.nóv: A - B og C liðs leikur v KR (
kr gervigras).
Sun 2.nóv: Frí.


Líf og fjör.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

6 Comments:

At 10:29 PM, Anonymous Anonymous said...

Þú gleymdir að gera skíslu eftir leikinn gegn fylki hjá C-liðinu:/
En ég komst ekki í dag á æfingu því að pabbi var að koma heim:Þ:D

 
At 7:46 AM, Anonymous Anonymous said...

hey, ekkert mál. búinn að gera skýrslu fyrir þennan leik, þú þarft bara að "skrolla" niður síðuna. eigum bara eftir leiknisleikina á mán (koma í dag).

 
At 10:55 AM, Anonymous Anonymous said...

Sælir, skemmtilegt að geta lesið um leikinn, frábært framtak en bara forvitni er bara skrifað um c-lið ?

 
At 3:22 PM, Anonymous Anonymous said...

kemst ekkert um helgina og ekkert á fös karfan er alveg núna þangað til eftir helgi þannig gangi ykkur bara vel í leikjunum!!

 
At 4:24 PM, Anonymous Anonymous said...

ég og kristó komum á leikinn !! kv.Bjarni

 
At 8:28 PM, Anonymous Anonymous said...

hvenar koma liðinn fyrir leikina og kl hvað þeir eru?

 

Post a Comment

<< Home