Leikurinn v Val!
Heja.
Jamm, það var einn leikur við Val í gær, inni í Egishöllinni.
Ekki slæmt þar sem veðrið var ekkert voða spes úti.
En Valur dróg B liðið sitt úr keppni þannig að við kepptum bara
einn leik - og allt um hann hér:
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 29.apríl 2006.
Tími: kl.14.05 - 15.20.
Völlur: Egilshöllin.
Þróttur 3 - Valur 1.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 2-1, 3-1.
Maður leiksins: Bjarmi.
Mörk: Árni Freyr (20 mín)- Daníel (35 mín) - Bjarki Steinn (58 mín).
Vallaraðstæður: Frekar heitt inni í höllinni eins og vanalega, en töff að taka einn leik þar.
Dómarar: Stóð sig svo sem allt í lagi, en var tæpur á rangstöðunni.
Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Gylfi og Símon bakverðir - Jónas og Ingimar miðverðir - Bjarmi og Ási á köntunum - Bjarki B og Aron Ellert á miðjunni - Danni og Árni frammi + Snæbjörn, Bjarki Þór, Jakob Fannar, Kristján Einar, Bjarki Steinn og Gulli.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Þrátt fyrir tveggja marka sigur þá var ég frekar stressaður allann leikinn. Við fengum reyndar aragrúa af færum og áttum að vera búnir að klára leikinn strax í fyrri hálfleik. En allt kom fyrir ekki. Við vorum dæmdir rangstæðir (nokkrum sinnum ranglega), klúðruðum hreinlega færunum eða þeir náðu að koma boltanum burtu.
Alla veganna, við áttum líka nokkrar slakar sendingar í fyrri og það vantaði einhvern veginn meiri kraft í okkur. Eins mátti heyra títiprjón detta!
Valsmenn sluppu samt alveg - Þeir voru með 2-3 afar sterka stráka frammi sem máttu varla fá skotfæri og þá var bombað. Komust náttúrulega yfir með góðu skoti. Hefðum mátt valda leikmanninn betur þar. En við náðum að halda þeim í skefjum og áttu þeir kannski 3-4 færi sem eitthvað gat orðið úr.
Í seinni hálfleik var allt of mikið bil milli miðju og varnar - báðir miðjumenn létu teyma sig alla leið inn í vítateig valsmanna. Við fórum líka að dúndra boltanum eitthvað fram og voru þá bæði lið dottinn í þann pakka.
En við vorum hættulegir fram á við allann leikinn. Markmennnirnir áttu klassa dag. Bjarmi átti hægri kantinn skuldlaust og eiginlega allir börðust fyrir þessum þremur stigum. Ánægður með ykkur.
Nú tekur bara við undirbúningur undir Víkingsleikinn næsta laugardag.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home